Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

17 ágúst 2003

Samlegðaráhrif
Orð sem hagfræðingum og viðskiptafræðingum finnst skemmtilegt. Mér finnst það hinsvegar leiðinlegt og finnst það því leiðinlegra sem það snertir mig meira. Í daglegu lífi snertir það mig kannski ekki mikið nema sem eitthvað sem stjórnmálamenn eru alltaf að tuða um í sjónvarpinu. Í hinu lífinu sem er ekki þetta daglega þá snertir þetta mig meira. “Samlegðaráhrif”. Í þessu orði felst mikill kraftur, í því felst að að ef ákveðið viðfangsefni er gert aftur og aftur þá aukast líkurnar á því að það takist. “Samlegðaráhrif”. Læknirinn sagði þetta við okkur í vor og þá skildi ég hann ekki alveg, skil hann núna og er búin að vera full af depurð í langan tíma. Eitt orð, “samlegðaráhrif” getur haft geysimikil áhrif á það hvernig mar hugsar.

Í depurðinni minni hugsa ég um 20þúsundkalla, ekki einhverja 20 þúsund karla, heldur frekar 20þúsundkalla peninga. Ég hugsa um allt sem hægt er að gera fyrir þessa 20þúsundkalla og það er ekki neitt smávægilegt. Þetta virkar ekki neitt mikill peningur, 20þúsundkall, en samlegðaráhrifin geta gert hann meiri.

- Þetta eru t.d. fjórir tímar hjá sála við að reyna að vinna bug á depurðinni og fá tilvísun um að mar sé ekkert mikið öðru vísi en hinir “kom til að heimsækja Lillu, er á leiðinni heim”. Og ef samlegðaráhrifin bætast hér við þá erum við að tala um átta tíma hjá sála. Þar væri hægt að virkja heila á úr þeim tárum sem þar gætu streymt.
- Þetta eru líka þrjár til fjórar ferðir til tannlæknis. Þar er hægt að reiða fram peninga eftir að hafa látið sér líða líkamlega og andlega illa í einhvern tíma (fyrir tímann og síðan í stólnum). Samlegðaráhrif gerðu þetta að kannski átta ferðum. Ekki slæmt fyrir tannsa.
- Þetta er flugmiði til London og samlegðaráhrif gerðu það kleift að hægt væri að borga hótel líka. Depurðin læknaðist kannski ekki nema rétt á meðan á dvölinni stæði en væri þess virði.
- Tuttuguþúsund kall væri næstum því árskort í líkamsrækt ef ég væri íþróttaálfur en ég er svo heppin að vera það ekki svo ég þarf ekki að velta samlegðaráhrifum fyrir mér hér.
- Tuttuguþúsund kall væri næstum fimm tímar í nudd til að reyna að laga bakið sem er að drepa mig eina ferðina. Samlegðaráhrifin gerðu það verkum að nuddarinn kæmist glaður í sumarfrí eftir að hafa sinnt mér.
- Tuttuguþúsundkall væri líka innborgun í nýjar græjur en eins og alþjóð veit þá er yfir mér “curse” sem segir að ég geti ekki átt græjur nema 4 ár hið mesta og eftir það eru þær gjörsamlega ónýtar. Samlegðaráhrif gerðu það að verkum að komið væri hátt í innborgun á B&O græjum sem er hið næsta sem ég mun kaupa til að reyna að komast hjá bölvuninni.

Það er ýmislegt fleira sem tuttuguþúsund kall gæti gert. Hvað gerir mar hinsvegar þegar mar missir trúnna á fullkomlega góð og gild orð eins og “samlagðaráhrif”? Mar getur jú setið heima og grátið eða drifið sig út á meðal fólks og reynt að hætta að hugsa um orðið. En á endanum þarf að fara aftur heim og þá smám saman þá læðist “samlegðaráhrif” að úr öllum áttum. Getur einhver svarað mér hvað á að gera þegar maður missir trúnna?

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger