Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

18 ágúst 2003

Er ekki óeðlilegt að fá flensu yfir sumartímann? Að vísu er komið haust þannig að þetta sleppur svo sem. Ég hósta og hósta og er kalt og heitt til skiptis, sem sagt alveg týpísk flensa!

Held það sé búið að skrifa nóg um menningarnóttina á hinum og þessum bloggsíðum og fjölmiðlum en langar samt að vera aðeins með. Okkur hauknum finnst þetta nefnilega svo ægilega gaman. Við fórum um miðjan daginn og löbbuðum og löbbuðum og gleyptum svo mikla menningu í okkur að ég held við þurfum ekki á meiri slíku að halda fyrr en að ári!

Við byrjuðum við á því að skoða myndir Andy Warhols og ég verð að segja að ég varð fyrir þvílíkum vonbrigðum. Jú, jú þetta eru flottar myndir og allt það en mér fannst þær ekkert merkilegri heldur en þau plaggöt sem ég hef séð með þessum sömu myndum. Sem sagt fyrir mér litu þau alveg eins út og ódýr plaggöt, ég er bara ekki meiri menningarviti en það.

Við eyddum líka heillöngum tíma í Tjarnarbíói að hlusta á rafræna tónlist, fórum til að hlusta á Worm is green en það var seinkun þannig að við horfðum á fleiri atriði. Sumt þannig að það hefði eigilega bara átt að vera áfram sem hugmynd hjá þeim sem gjörninginn framkvæmdu. Ormurinn var samt góður loksins þegar hann kom.

Skoðuðum fullt af galleríum, borðuðum á Horninu og fengum okkur kaffi seint um kveldið í Tíu dropum. Þetta var fínn dagur alveg.

Já gleymdi að minnast á Krukkuborg. Ákvað í ljósi þess að ég er með ógeðistilfinningar á háu stigi að ég fengi mér bara sæti meðan haukurinn liti yfir góssið og verð að vera þakklát fyrir þá ákvörðun því hann var enn að hrylla sig á sunnudagskvöldið yfir hálfa andlitinu sem þar var í einni krukkunni JAKK.

Jamm og Smekkleysusýningin, þar var önnur sýning sem ég varð fyrir vonbrigðum með. Þetta var bara samansafn af einhverjum plaggötum og drasli..okok, þetta er ósanngjarnt ég veit það en samt, ég varð fyrir mega vonbrigðum og er þó aðdáandi Smekkleysu frá upphafi (þeas þess sem Smekkleysa stendur fyrir).

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger