Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

21 mars 2003

Ekki veit ég hver stjórnar þessu. Í morgun var svo gjörsamlega geðveik rigning úti og ekki bara rigning, nei í Efra breiðholtinu var slydda og smá snjór á grasinu (var í Gerðubergi rúmlega átta í morgun). Í gær var rigning og rok og í fyrradag rigndi eldi og brennisteinum. Málið er nefnilega þessi fína hádegisgönguferð okkar JJ. Ég skal viðurkenna að ég nenni ekki að fara í hana EN halló ég bað ekki um rigningu það sem eftir væri til þess að koma í veg fyrir þetta, nei einn rigningardagur hefði verið nóg!! En svona getur þetta verið.
Gosh hvað það er búið að breyta í Breiðholtinu síðan ég kom síðast (ég ætla ekki að telja árin því það er skelfilega há tala). Ég sá að það var þetta fína bókasafn í Gerðubergi og það er langt, LANGT síðan ég fór síðast á bókasafn. Og hvernig merki ég það?? Ó jú nú er komið svona hlið til að stoppa þjófa!!!!! uss í mína gamla daga var hægt að stela öllum bókunum og enginn hefði gert athugasemd! Þetta er eflaust nauðsynlegt, nú er leigt svo margt annað en bara bækur á bókasöfnum, en mér fannst þetta samt soldið fyndið og merki þess að ég hefði ekki komið á svona stað lengi! Ég verð sem sagt að hætta að stela bókum... sjeim on mí...ætti kannski að fara að skila þessum þremur úr Kópavogsbókasafni en ef þeir eru með hlið þá kannski pípar það þegar ég fer inn með bækurnar??? Var einhvern tíma að spá í að hengja þær bara á hurðarhúninn hjá þeim og hlaupa svo í burtu en hætti við því ég var viss um að þá mundi bara einhver annar stela þeim sem væri auðvitað alger synd! Og fyrir utan það að ég held að það sé ekki hurðarhúnn heldur svona hallæri til að ýta á hurðina..ekki svona góður og gildur húnn til að hengja plastpoka með bókum sem eru komnar fimm ár framyfir síðasta skiladag!!!!!!!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger