Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

14 ágúst 2005

Laugardagurinn er liðinn og fjórir einstaklingar eru nú giftir/kvæntir lögum samkvæmt. Nota bene ekki var um fjögurra manna fjöldabrúðkaup að ræða þar sem fjórir giftust/kvæntust hver öðrum heldur voru hér á ferðinni tvö aðskilin hjónamál. Þetta voru Árni og María og Sólrún og Sigþór. Öll klukkan fimm í gær! Ég þeyttist á milli þessara veisla alveg eins og mér væri greitt fyrir það og ók sérlega greitt milli bæjarfélaga þar sem önnur veislan var í vesturbæ Rvíkur meðan hin var í Garðarbæjarholtinu (ef það er til). Þetta voru hinar skemmtilegustu veislur þó ég verði að viðurkenna að það hefði nú verið skemmtilegra ef þær hefðu ekki verið svona nákvæmlega á sama tíma með svona langt á milli þeirra, en hey.. lífið er svona og býður alltaf upp á skemmtilega reynslu. En ég vil samt óska þeim öllum hjartanlega til hamingju með þennan áfanga í lífinu og í leiðinni vil ég koma þeirri ósk á framfæri að maður minn (þeas sá sem ég bý með) baki svona súkkulaðiköku handa mér við betri tækifæri og ef betri tækifæri eru fá þá vinsamlega búðu einhver til svo ég geti fengið svona tertu (og Hrönn það þýðir ekkert fyrir þig að segja að ég hafi ekki gott af henni því það sem er svona gott eins og þessi kaka getur bara alls EKKI verið óhollt, það er bara ekki að ræða það). Ég er viss um að ég verð stórum betri á sálinni ef ég fæ svona köku reglulega!! (ekki einu sinni á ári eða þá sjaldan sem einhver vill gifta sig svo ég fái köku).
Og bæ þe vei, maðurinn sem ég bý með er fárveikur. Hann fékk einhverja dularfulla pest og getur varla hreyft sig fyrir kvölum. Lýsir sér í höfuðverk, sleni, syfju og einhverjum magaverk sýnist mér. Hann er núna á rúmstokk sínum alveg örmagna af óskiljanlegri þreytu. Ég vona að ég smitist ekki! (á andliti mínu er grimmdarlegt glott sem ég ræð illa við, lýsir mínum illa innræti held ég bara).

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger