Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

16 febrúar 2005

Jæja. Þá er ársfundi í félagi breiðfiskra frystihúskvenna lokið. Þar komu fram áhugaverðar upplýsingar um framtíð þorskstofnsins á Íslandi og mökunarvenjur karfa! Sem sagt allt samkvæmt plani... Við erum að spá í að kalla Össur á næsta fund og heyra um æxlunarvenjur laxa..

Að öðru leyti gengur lífið sinn vanagang. Veðrið snarsnældubrjálað og umferðin hæg. Það þýðir að ég er svona 15-20 mín lengur að skrattast í vinnuna heldur en á góðum degi. Annars held ég að ég verði að fara að hundskast í einhverja raftækjaverslun og kaupa mér tæki til músikhlustunar. Tækið mitt er farið að hægja á sér í miðjum lögum. Þetta minnir helst á örþreyttan hlaupara sem hægir á sér í miðri brekku, dregur svo djúpt andann og gefur allt í restina. Allt í lagi fyrir hlaupara en fremur undarlegt þegar hlustað er á músík. Og sérlega óþægilegt þegar maður er kominn vel af stað í einhverjum vinnurythma og pikkar á við tíu, ekki að það komi nokkurn tíma fyrir hjá mér því það er erfitt að pikka á við tíu þegar 4-5 puttar eru notaðir á lyklaborðið..ég ætti kannski að fara á námskeið og læra fingasetningu ha?

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger