Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

04 febrúar 2005

Hér gengu um stúlkur í gráum treyjum merktum risafyrirtækinu CocaCole og gáfu Coke Light. Mér finnst það nú frekar vont en hei, ég afþakka aldrei það sem mér er gefið heldur drekk það með bestu lyst!

Ég er að hugsa um að fara og heimsækja Össur hf á eftir og athuga hvort hann eigi æfingaskó fyrir bakveika aumingja eins og mig þannig að ég geti tekið þátt í áskoruninni með teinrétt bak.

Dr.Börn.is vill tala meira við mig. Ekki neitt varðandi börn því þar finnst honum ég vera vonlaus. Nei, honum finnst gaman að krukka í mig og þar sem það tókst svo vel síðast og vill hann endilega gera meira. Núna ætlar hann að fara í gegnum naflann, sem sagt ekki skera gat á mig miðja. Oj ég er búin að vera í hrolli síðan ég fékk símtalið vegna þess að ef það er eitthvað líffæri á fögrum líkama mínum sem mér finnst ógeðslegt þá er það naflinn. Og tilhugsunin um að Dr.börn.is ætli að stinga einhverju þar í gegn er ógeðfelld í hæsta lagi. Og svo er það eitt. Hvað veit ég nema hann skilji eitthvað eftir þar, eins og t.d. mar hefur séð í bíómyndum. Litlir kallar í geimförum að þeysast um í innri lífærum og iðrum manns..ojojojoj svo komast þeir kannski ekki út og þá þarf ég að vera með þessa litlu geimkalla um eilífð alla.. þetta er ekki skemmtileg tilhugsun..en bót er í máli að ég þarf að bíða eftir bréfi og þar sem ég er farinn að þekkja minn mann vel þá reikna ég með að ég þurfi ekkert að fara fyrr en í sumar einhverntíma.. og svo fæ ég bréf mánuði eftir aðgerðina þar sem mér verður boðið að koma í aðgerð á einhverjum tilteknum degi. Það gerðist síðast og þau hættu ekki að senda bréf fyrr en ég hringdi og sagði þeim að ég væri BÚIN að fara og mætt aftur í vinnu eftir 6vikur heima.. það er nefnilega þetta með skilvirka spítalakerfið okkar...

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger