Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

03 febrúar 2005

Tónlistarverðlaunin og önnur verðlaun
Þegar ég verð tilnefnd til tónlistarverðlaunanna ásamt einhverjum fjórum öðrum og fæ svo verðlaunin þá ætla ég EKKI að þakka fyrir mig með eftirfarandi orðum:
"Takk fyrir, ég BJÓST aldrei við því að fá verðlaunin"

Ef ég er tilnefnd ásamt einhverjum fjórum öðrum eru þá líkurnar ekki einn á móti fimm að ÉG fái þau??????? Mikið assgoti leiðist mér þessi uppgerðar hógmýkt í fólki. Sá sem er tilnefndur og MÆTIR í afhendinguna hann hlýtur að bera þá von í brjósti að hann vinni? Eða hvað? Ef ég er tilnefnd og mæti EKKI þá get ég alveg sagt "ég bjóst ekki við að vinna" Hinir eiga að reyna að koma með einhverja almennilega þakkarræðu sem hefst EKKI á þessum orðum!
Og hana nú!

Sem minnir mig á það að einu sinni vann ég verðlaun sem ég BJÓST ekki við að vinna. Vissi ekki einu sinni að ég væri með í keppninni. Sat því hin rólegasta á mínum bekk þó nafnið mitt væri kallað upp og síðan var það kallað upp aftur og MAB barði í bakið á mér til að reka mig á fætur og ég hrökklaðist fram til að taka á móti einhverri bók sem ég hef varla nokkurn tíma opnað nema til að furða mig á því að ég hafi fengið hana. Þarna hefði verið við hæfi að segja: "takk fyrir en ég bjóst nú ekki við þessu" en hinsvegar var þetta ekki sá staður og sú stund enda hef ég alltaf hálfskammast mín fyrir þessi verðlaun því þau komu mér svo á óvart. Kannski er það eins með þetta lið á verðlaunaafhendingunni í gær. Ég hef það mér þó til málsbótar að ég var ekki tilnefnd!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger