Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

04 janúar 2005

Mikið afskaplega þoli ég bílstjóra sem nenna ekki að skafa af bílunum sínum á morgnana. Lenti á eftir einum slíkum í morgum sem keyrði með fjall dauðans á afturrúðinni. Ég tuðaði við sjálfa mig alveg eins og mér væri borgað fyrir þetta hverslags hálfviti þetta væri. Við lentum á sama áfangastað, lögðum bílunum hlið við hlið. Þetta var þá samstarfsmaður. Hyski! Mér finnst að löggan eigi að sekta svona bílstjóra og vera harðir á því.

Annars er ég eitthvað óvenjulega þreytt þessa dagana. Næ ekki að sofa og er eitthvað að pirrast. Og Gettoblasterinn er að syngja sitt síðasta. Ég verð að kaupa nýjann því ég get ekki unnið nema hafa músik. Alltaf sama vesenið. Verð að reyna að fara á eftir í Elko Spelko og ath hvort þeir eigi vinnugettoblastera fyrir engan pening.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger