Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

28 júní 2007

Mikið rosalega, rosalega er þetta búið að vera löng vika. Dagarnir bókstaflega silast áfram. Ég hef enga einbeitningarhæfni eða vilja til að reyna að gera eitthvað annað en bíða eftir fréttum sem ég veit þó að koma ekki fyrr en í fyrsta lagi um miðja næstu viku. Og ef við fáum ekki jákvæðar fréttir þá má búast við annarri svona viku í lok næsta mánaðar, skelfileg tilhugsun


En svona á jákvæðari nótunum þá verður opnuð búð í dag sem heitir Faritradebúðin. En fairtrade er vörumerki sem tryggir að framleiðandi vöru (frá þróunarlöndunum) fái það sem honum ber fyrir framleiðslu sína og að ekki séu börn í þrælkunarvinnu að vinna við tiltekna vöru. Þetta er fyrsta búðin sem opnar á Íslandi en Fairtrade vörur hafa verið seldar að einhverju marki í stórmörkuðum fram að þessu.

Til hamingu Harpa með búðina ;)

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger