Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

05 janúar 2007

Nú eru komnir rúmlega 20 mánuðir síðan ég fór að búa mig undir komu ungans. Staðfastlega í 20 mánuði hef ég keypt einhverja pínulitla og sæta flík og troðið henni í skápinn minn. Í gær ákvað ég að taka þetta lítilræði út og skoða hvort það er eitthvað sem okkur vantar frekar en annað. Hmm... ég hef alltaf verið stórtæk kona og lítið fyrir að versla og það sýndi sig þarna í stofusófanum mínum þegar ég var búin að bera þetta lítilræði yfir í sófann (mynd kemur síðar). Mér féllust hendur og það eina sem ég gat gert var að sitja og stara á þetta... hmm... ég talaði við Skjaldbökuna og sagði henni að ég væri að yfirfara það sem komið væri og hvort eitthvað vantaði öðru fremur:

Meinvill: Ég átta mig bara ekkert á því hvað eitt barn þarf mikið af fötum
Skjaldbaka: Þau þurfa soldið mikið
Meinvill: Já? En hvað mikið.. ég er komin með slatta...
Skjaldbaka: Já, heyrðu passaðu þig bara á að kaupa nóg af samfellum
Meinvill: Já, heyrðu ég er með nokkrar svoleiðis..hvað er nóg?
Skjaldbaka: Hvað ertu komin með?
Meinvill: hmm.. 17
Skjaldbaka: 17? Sautján???? haha ertu ekki að grínast?
Meinvill: nei. Er það lítið?
Skjaldbaka: Nei, það er EKKI lítið. Það er MIKIÐ. Sautján. huh
Meinvill: Já en sko, þetta er ekki allt af sömu stærð sko. Þetta er sko nokkrar í hverri stærð frá 74-86. Þannig að þetta er náttlega ekki 17 sko
Skjaldbaka: Já en 17?? 17?
fliss
Meinvill: Jæja, hættu að flissa, hvað veit ég hvað er nóg. það er ekki eins og ég hafi átt mörg börn og ég á mörg nærföt sko.
meira fliss
Meinvill: En það er tvennt sem mig vantar ekki
Skjaldbaka: Nú? Fyrir utan samfellurnar?
Meinvill:jamm. Mig vantar sko ekki kjóla..og ekki..hmm húfur.
Skjaldbaka: Húfur?
Meinvill: Já, ég er eins og þú veist með húfuæði fyrir mig sjálfa.. þannig að ég reikna með að þetta barn vilji líka húfur..svona nokkuð rennur sko í genunum skal ég segja þér.
Skjaldbaka: Genununum? Genunum? Já já alveg örugglega....
Fliss

Skil ekki af hverju hún var að flissa þetta. Hún flissar ekki þegar hún fer að visitera með frænku sína í flottri samfellu og kjól með húfu

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger