Þá erum við búin að fara í borgarferð til Reykjavíkur. Ég gaf Skakka óvissuferð í jólagjöf og það reyndist vera borgarferð! Við fórum og vorum eina nótt á Hótel Sögu. Þar notuðum við gufuböðin og nuddpottinn á MeccaSpa. Fórum svo út að borða að Caruso og sáum síðan Mýrina en hana áttum við eftir að sjá. Vorum svo eins og hinir túristarnir í bacon og eggjum á morgunverðarhlaðborðinu. Þarf ekki alltaf að fara langt til að upplifa sanna borgarstemmingu!
Svo langar mig bara til að segja:
Svo langar mig bara til að segja:
Gleðilegt ár og gott 2007!