Fiskibúrið er bara æsispennandi þessa dagana. Nú er sniglilsaulinn loksins búinn að koma frá sér þessum eggjum og ef Ragga hefði ekki sagt mér að þetta stæði til þá hefði ég gjörsamlega misst af þessu. Hér er ég á gamalsaldri og ég veit bara alls ekki hvernig börn verða til, hvorki manna eða snigla. Ég er búin að vera með stækkunargrler á þessum sigli og greyið hefur varla getur hreyft sig og í morgun fann ég draslið. Eins gott að ég var búin að heyra hvað væri í gangi því annars hefði ég hent þessu og flogað yfir þessu ógeði hehe. En núna ætla ég að bíða og sjá hvort bölvunin er endanlega horfin. Það er að segja ófjósemisbölvunin sem hefur hvílt yfir heimilinu.
Í dag er nákvæmlega eitt ár síðan umsóknin okkar var Logguð inn í Kína. Eitt ár... 12 mánuðir. Ýmislegt sem getur gerst á einu ári en það hefur samt ekki gerst mikið hjá okkur því við erum alltaf að bíða. Enn vitum við ekki hvenær þetta gæti gerst en það lítur út fyrir að dragist fram á vorið.
Í dag er nákvæmlega eitt ár síðan umsóknin okkar var Logguð inn í Kína. Eitt ár... 12 mánuðir. Ýmislegt sem getur gerst á einu ári en það hefur samt ekki gerst mikið hjá okkur því við erum alltaf að bíða. Enn vitum við ekki hvenær þetta gæti gerst en það lítur út fyrir að dragist fram á vorið.