Ég er svo syfjuð eitthvað í dag að ég er hreinlega að detta útaf. Skil þetta bara ekki. Fór að vísu seint að sofa en ég þarf rúmlega rúmlega 7,5 tíma í svefn á nóttu til að funkera eðlilega yfir vetrartímann. Ég er bara alltaf sofandi þessa dagana. Ef ég æti sýkkulaði þá færi ég núna í sjoppuna og keypti mér prinspólo en lífið er eintóm vonbrigði og prinspólo er á bannsvæði. Annars er ég að hugsa um að fara á jólaball á föstudag með Molanum. Er að æfa jólalög alveg á fullu og syng "Nú er Gunna á nýju skónum" lag sem mér hefur alltaf fundist hálfleiðinlegt en syng samt með. Mér finnst nú "Adam átti syni sjö" miklu skemmtilegra held það sé kannski bara skemmtilegri dans en eins og allir vita þá er ég með afbrigðum dansfim manneskja.... dró samt upp peningabeltið mitt arabíska og sveiflaði mér aðeins í því. Skakka finnst ég ekki flink og ráðlagði mér að fara og fá lánaða músik hjá nágrönnum okkar sem eru ættaðir einhversstaðar af þessum slóðum. Ég þarf eiginlega að fara að panta mér tíma og læra þetta með glans.. held þetta sé afkskaplega skemmtilegt...
14 desember 2005
script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr">
<< Til baka