Alveg aldeils óvænt fór ég í leikhúsið í gær. SM hringdi í mig og bauð mér að sjá Sölku Völku með sér. Það var ægilega skemmtilegt sem er eiginlega soldið fyndið því mér finnst Salka ekki skemmtileg. Þoli ekki þennan eilífa aumingjaskap og fyllirý og kemur fram í bókinni. En þessi uppsetning var mjög skemmtileg. Halldóra Geirharðs er Sigurlína og annars eins guðdómlegur vesalingur er vandfundinn. Hún skapplappast um sviðið og ákallar drottinn og blóð jesú í öðru hvoru orði á milli þess sem hún hringtrúlofast einhverjum álíka vesalingum. Alveg ótrúlega fyndin. Salka er líka fín. Hef ekki áður séð Ilmi (eða er það Ilmur) leika.
Parketið er loksins komið á. Það er að verða svo fínt að við getum ekki stigið á gólfið haha..
Ég fór á Laugaveginn á laugardag og féll fyrir þessari frábæru kínversku dúkku. Skakki heldur að ég sé gengin í barndóm eða það sé að slá út í fyrir mér þegar ég sit og klappa dúkkunni og laga fötin hennar.. en verður maður ekki að æfa sig?
Hvernig ætli henni frú Bucket vinkonu minni hafi fundist þetta sem sitt favorit crystal ornament ????
Parketið er loksins komið á. Það er að verða svo fínt að við getum ekki stigið á gólfið haha..
Ég fór á Laugaveginn á laugardag og féll fyrir þessari frábæru kínversku dúkku. Skakki heldur að ég sé gengin í barndóm eða það sé að slá út í fyrir mér þegar ég sit og klappa dúkkunni og laga fötin hennar.. en verður maður ekki að æfa sig?
Hvernig ætli henni frú Bucket vinkonu minni hafi fundist þetta sem sitt favorit crystal ornament ????