Nú erum við langt komin með öll vottorðin okkar og skjölin sem við eigum að draga að okkur. Það skemmtilega við þessa vinnu er að það getur ýmislegt komið í ljós. Hjá mér kom t.d. í ljós að pabbi var með annað föðurnafn á fæðingarvottorðinu mínu heldur en hann raunverulega er með. Ég gerði athugasemd við þetta enda hélt ég að um stafsetningarvillu væri að ræða og þá kom í ljós að þetta er gegnumgangandi í öllum skjölum Hagstofunnar. Furðulegt. Ég hefði getað dáið og aldrei vitað að ég var ekki með réttan föður skráðan í kerfinu. haha
Ég fer á eftir að ná í skjöl í þýðingu og ég held að ég hefði kannski átt að læra svona skjalaþýðingar. Engin skrifstofuumgjörð, bara tölva í einhverju horni og slatti í innkomu. Samt er þessi þýðandi sem við völdum ekki mjög dýr. Við borgum 22þúsund fyrir eina litla skýrslu og tvö sakavottorð sem ekkert stendur á nema nöfnin okkar. Held að pappírinn í þeim sé dýrari en innihaldið.Þetta eru samt soldið dýr sakavottorð..1200 krónur og svo 2500 í þýðingargjald. Afhverju er ekki hægt að pára því út á ensku? Það eina sem stendur í því er "Ekkert brot". Tvö orð. Ég er samt ekkert að pirra mig neitt sérstaklega yfir þessu. Finnst þetta bara allt svoldið fyndið. Ef við ætluðum að eignast barn á gamaldags hátt (jájá þetta er gamladags aðferð) þá mættum við hafa langa, langa sakaskrá. Engum dytti í hug að skoða fæðingarvottorðið og við þyrftum ekki að gefa upp alla okkar innkomu og eignir og draga síðan skuldirnar frá því. Ég held að ef svo væri þá kæmi í ljós að það væru bara örfáir sem hefðu efni og aðstæður til að eignast börn. Við þyrftum heldur ekki að fara í enn eina blóðprufuna til að athuga ýmsa kvilla sem gætu hafa hrjáð okkur á lífsleiðinni og ég hefði ekki þurft að fara í auka læknisskoðun til að sanna að ég er ekki á grafarbakkanum vegna offitu. Á alla vega tvö skref eftir að bakkanum. Og svo eru það myndirnar. Maður lifandi. Hugsið ykkur bara að þurfa að skila inn 10 myndum sem eiga að sýna ykkur eins og þið eruð og eftir því verður valinn einstaklingur sem á að líkjast ykkur eins mikið og hægt er í þessum kringumstæðum. Hvernig velur maður svona myndir? Allflestar myndir af mér eru þannig að hægt er að skoða tanngarðinn vel og vendilega og helmingurinn af vinum og vinkonum eru með á myndunum. Mjög skemmtilegar myndir En ekki til þess fallnar að hægt sé að velja erfingja minn út frá þeim. Enda á ég svo sem ekkert til að arfleiða neinn að. Hugsa að blái verði dáinn drottni sínum áður en allt þetta verður yfirstaðið!
Ég fer á eftir að ná í skjöl í þýðingu og ég held að ég hefði kannski átt að læra svona skjalaþýðingar. Engin skrifstofuumgjörð, bara tölva í einhverju horni og slatti í innkomu. Samt er þessi þýðandi sem við völdum ekki mjög dýr. Við borgum 22þúsund fyrir eina litla skýrslu og tvö sakavottorð sem ekkert stendur á nema nöfnin okkar. Held að pappírinn í þeim sé dýrari en innihaldið.Þetta eru samt soldið dýr sakavottorð..1200 krónur og svo 2500 í þýðingargjald. Afhverju er ekki hægt að pára því út á ensku? Það eina sem stendur í því er "Ekkert brot". Tvö orð. Ég er samt ekkert að pirra mig neitt sérstaklega yfir þessu. Finnst þetta bara allt svoldið fyndið. Ef við ætluðum að eignast barn á gamaldags hátt (jájá þetta er gamladags aðferð) þá mættum við hafa langa, langa sakaskrá. Engum dytti í hug að skoða fæðingarvottorðið og við þyrftum ekki að gefa upp alla okkar innkomu og eignir og draga síðan skuldirnar frá því. Ég held að ef svo væri þá kæmi í ljós að það væru bara örfáir sem hefðu efni og aðstæður til að eignast börn. Við þyrftum heldur ekki að fara í enn eina blóðprufuna til að athuga ýmsa kvilla sem gætu hafa hrjáð okkur á lífsleiðinni og ég hefði ekki þurft að fara í auka læknisskoðun til að sanna að ég er ekki á grafarbakkanum vegna offitu. Á alla vega tvö skref eftir að bakkanum. Og svo eru það myndirnar. Maður lifandi. Hugsið ykkur bara að þurfa að skila inn 10 myndum sem eiga að sýna ykkur eins og þið eruð og eftir því verður valinn einstaklingur sem á að líkjast ykkur eins mikið og hægt er í þessum kringumstæðum. Hvernig velur maður svona myndir? Allflestar myndir af mér eru þannig að hægt er að skoða tanngarðinn vel og vendilega og helmingurinn af vinum og vinkonum eru með á myndunum. Mjög skemmtilegar myndir En ekki til þess fallnar að hægt sé að velja erfingja minn út frá þeim. Enda á ég svo sem ekkert til að arfleiða neinn að. Hugsa að blái verði dáinn drottni sínum áður en allt þetta verður yfirstaðið!