Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

14 september 2005

Held að stafgangan sé með betri hreyfingu sem ég hef rambað á lengi. Kennarinn lætur okkur gera einhverjar skollaæfingar sem eru að gera það að verkum að ég er aðeins að fá smá liðleika aftur í ýmsa vöðva sem ég hélt að væru orðnir fastir fyrir lífstíð. En mikið assgoti er kennarinn sem flínk. Úff, hún fer upp og niður á stöfunum eins og henni sé borgað fyrir það. Við, nemendurnir, reynum að herma eftir og það er vægast sagt paðetikk svo mar sletti nú gömlu góðu enskunni. Ég er samt að hugsa um að kaupa mér nýja stafi. Sérstaka stafgöngustafi. Nota hina áfram í fjallaferðum en þeir eru ekki alveg nógu hentugir í stafgönguna þar sem á þá vantar einn eða tvo fídusa sem hjálpa til við góðar æfingar. Spáið í því, ég, antisportistinn, er farinn að ræða hinar ýmsu gerðir göngustafa með þó nokkru vitrænu ívafi. Ég er á hættulegri braut! Það eru bara þrír tímar eftir af námskeiðinu og ég er að spá í hvort ég eigi að fara á framhaldsnámskeið eða bíða aðeins og fara aðeins seinna. hmmmmm. Ég er líka að hugsa um að fara að læra dans. Ó já nú er illa komið fyrir mér. Ég dansa ekki því ég hef ekki takt en ég er að spá í að láta það ekki á mig fá og fara samt.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger