Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

24 júní 2005

Ég vaknaði í morgun tilbúin að takast á við sólina, en.. þá var rigning og ég var alls óviðbúin henni. Ég veit bara ekki hvernig ég á að snúa mér þegar veðrið sýst svona í höndunum á mér. Held samt að það sé ekki á mínu færi að breyta þessu. Leigubílstjórinn vinkona mín, þekkti eitt sinn manninn (kannaðist við er kannski réttara sagt) sem stjórnar veðrinu. Hann stjórnaði með aðstoð kústskafts. Ef kústurinn lá á hliðinni kom rigning og ef hann stóð uppréttur var sól. Spurning hvar kallkvölin er niðurkominn þannig að hægt sé að aðstoða hann með kústskömmina. Ég mundi alveg vilja taka að mér að hjálpa honum ef það tryggði mér sólarglætu þegar ég á frí..ég er að vísu að vinna núna þannig að það má svosem rigna en ég verð í fríi á morgun og þá er betra að kústurinn standi. Á morgun er nefnilega stór dagur. Ég ætla að útskrifast í 1000asta sinn og Svíanýbúaranir koma til landsins. Mikil tilhlökkun yfir því seinna ekki eins mikil yfir hinu fyrra því ég nenni ekki að taka þátt. Svona er mar orðinn mikill lúser, hættur að taka þátt í útskriftum. Ætla næst að taka þátt þegar ég verð orðin doktor haha ég sem sagðist vera hætt að læra, kannski var ég bara að skrökuljúga?

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger