Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

12 júlí 2004

Að komast á séns
Ég komst á séns á föstudagskvöldið og hann hélt áfram að reyna við mig alla helgina. Þetta var sms-séns og kom í formi myndskilaboða, að vísu var aldrei nein mynd því ég er ekki með svoleiðis símagræju. Skakki var orðinn jafn spenntur og ég og við vorum alvarlega að spá í að senda Nóra mynd af mér (sénsinn heitir sem sagt Nóri)!

Fyrsta sms-ið var ákall um mynd af mér. Næsta var annað ákall. Þriðja eða fjórða (ég man það ekki alveg) sagði eftirfarandi: "Komm onn sendu mer mynd af ter, tetta er nori vinur hans haffa".

Ég var nú ekki miklu nær því ég þekki engann Haffa en nú fóru hlutirnir að gerast og næstu 12 eða 13 tímana fékk held ég um 18 skilaboð með beiðni um mynd. Síðasta skilaboðið sagði þetta: "komm onn tetta er nori, tu hefur oft sed mig a handboltaleikjum, mer finnst tu flott og Venna finnst thad lika to hann munir ekki hvernig tu litur ut"

Já einmitt! Honum finnst ég flott en hann man samt ekki hvernig ég lít út. Á hvaða handboltaleikjum ætli ég hafi verið að flækjast á? Á þessari stundu varð mér fulljóst að ég var ekki á séns heldur var hann að senda einhverri annarri þessi boð en mikið er ég fegin að hún fékk þau ekki. Mér var löngu hætt að lítast á þennan dreng (og sá ég hann þó aldrei). Mér finnst nefnilega að það sé ekki efnilegt að senda 20 sms með beiðni um mynd og fá aldrei svar til baka... hljómar desperat og frekjulega. Hann er örugglega ekki við hennar hæfi og hana nú.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger