Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

03 maí 2004

Það er til hópur manna sem flokkast undir það að vera letingjar. Þetta fólk nennir ekki að vinna, nennir ekki að hreyfa sig og endar oft ævi sína í einhverri óráðsíu vímuefna og alkóhóls.

Ég er afburða löt manneskja. Ég er svo löt að suma daga á ég bágt með að hreyfa mig og vil bara fá að liggja í friði og lesa mína bók eða eitthvað annað.

Ég er ekkert að fatta þetta núna. Ég hef alla tíð vitað þetta og til að fela þetta fyrir öðrum hef ég kaffært mig í vinnu: Hef t.d. æði oft verið í tveimur til þremur störfum á sama tíma, hef verið í 100% vinnu og 100% skóla á sama tíma, hef stundað nám meðfram starfi og svo framvegis. Þetta er samt bara yfirskyn svo fólk fatti ekki að ég NENNI þessu EKKI.

Um helgina átti ég bágt með mig fyrir leti. Ég gat bara ekki hugsað mér að sitja og skrifa ritgerð, gat alls ekki hugsað mér að lesa bók um aðferðafræði vísindanna sem ætlunin er að fara yfir í næsta tíma hjá JT (keypti ekki bókina svo ég þyrfti ekki að vera að þessu veseni), gat ómögulega komið mér til að þrífa og enn síður að lesa bækurnar sem ég keypti í London og á enn eftir að lesa.

Ég er með hryllilega mörg verkefni á dagskránni núna sem ég er búin að sannfæra yfirmann minn um að mér sé alls ekki ofviða. Sagði að þetta væri létt verk og löðurmannlegt þegar að vísu um er að ræða fullt starf fyrir tvo og ég sé alls ekki fyrir endann á því. Og þetta er allt saman af því ég get bara ekki viðurkennt að ég er LÖT!

Hvað er til ráða?

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger