Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

02 maí 2004

Er ég önnur vonda systir hennar Öskubusku?

Ég er ekki alveg að fatta þetta með fæturna á mér. Ég er skófíkill af bestu gerð og veit fátt skemmtilegra en kaupa skó, eða þannig var ég. Ég hef hinsvegar ekki keypt neina skó af ráði í 3-4 ár því einhvern veginn eru allir skór sem ég kaupi of litlir á mig. Mjög, mjög skrítið. Ég nota skó nr. 37 og stundum 36 og hef gert það í 100 ár.

Hr.meinvill gaf mér flotta skó í jólagjöf og ég var búin að segja honum að ef hann sæi skó væri best að kaupa nr 38, ekki 37 eins og ég nota. Hann gerði það.

Þetta eru flottir skór en þeir eru of stórir. Nei þeir eru ekki of stórir þeir passa. Nei þeir eru of stórir. Svona gekk þetta meðan ég var að máta þá og á endanum ákvað ég að hætta að velta mér upp úr þessu og vera bara í þessum of stóru skóm sem eru ekki of stórir.

Á laugardaginn fór ég og keypti mér íþróttaskó á tilboði (Hagkaup kallar þá sportskó en þeir eru ekkert sportlegir). Ég mátaði 37 og hann passaði. Ákvað samt að máta næsta nr við líka bara svona til öryggis og mátaði það númer á hinn fótinn. VOILA hann passaði líka. Ég úr báðum skónum og skoðaði númerin, jú annar var 38 og hinn 37. Ég fór heim með 38 og mældi á mér fæturna með reglustiku, mjög vísindalegt og þá kemst ég að því mér til hrellingar að það er sentrimetri sem vinstrifóturinn er lengri en sá hægri. Það hlaut að vera. Þegar ég stíg í vinstri fótinn er skórinn passlegur, þegar ég stíg í hægri fótinn er hann alltof stór!

Af hverju hefur mér ekki dottið í hug fyrr að mæla á mér lappirnar? Það eru flestir með annan fótinn aðeins stærri ég veit það vel, en þurftu lappirnar á mér að lenda á milli tveggja númera? Hver hefur heyrt um að maður geti keypti annan skóinn nr 37 og hinn nr 38? PLÍS ef einhver hefur heyrt um skóbúð sem selur slíka skó þá stend ég fyrir utan á morgun lem á hurðina!

Nú er ég ekki að tala um að skórinn sé aðeins of stór. Nei ég er að tala um syndrómið frá því mamma keypti á mig skó og það átti helst að koma allri lúkunni fyrir í skónum líka því stúlkan var jú að vaxa. Hvar hún fékk þá hugmynd veit ég ekki því ég hef ekki vaxið neitt mikið og alls ekki hratt, nema á þverveginn þar er vöxsturinn allur hinni besti og reyndar óeðlilega mikill.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger