Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

16 mars 2004

Fór og hitti Max og frú hans á laugardaginn á Hard Rock Café. Þetta var ægilega gaman og við skemmtum okkur mikið vel. Við sögðum honum að það væri alveg eðlilegt að ég hefði lesið þetta komment á síðu anna.is þar sem það eru "bara" rúmlega 4000 Önnur á landinu.

Þau töluðu um "þungann hníf" eins og Svía er siður og það endaði með því að við keyrðum þau til að skoða hús Hrafns að utan. Fyndið þetta með þungann hníf..ég hef ekki einu séð þessa mynd Hrafninn flýgur en hef tvisvar eða þrisvar orðið fyrir því í búð í Svíþjóð að afgreiðslumanneskjan hefur sagt upp úr eins manns hljóði "thungur knífur"... vissi fyrst ekki hvaða bull var í gangi en samkvæmt Max þá horfa Svíar á þessa mynd í grunnskóla, liður í að þekkja söguna eða eitthvað svoleiðis..haha við þurfum þess ekki á Íslandi ..

Þau buðu okkur að heimsækja sig til Svíþjóðar sem fyrst og erum við auðvitað að skoða það mál. Við förum á eitthvað flakk í sumar þar sem við getum ekki farið utan um páskana eins og við höfðum gert ráð fyrir. Ferðin í sumar verður bara betri held ég.. ;)

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger