Mánudagur til gleði (ég er að reyna að breyta þessu mæðuorði). Í dag er ég búin að sprauta tvær sprautur og fara í blóðprufu. Það voru svo margar að bíða eftir blóðprufu að ég þurfti að bíða í 3 korter áður en ég komst að. En ég hafði með mér bók svo ég var í fínu lagi. Sat þarna eins og fín frú og las "Beyond the Podium" sem er bók um training og hvernig eigi að skipuleggja þjálfun starfsmanna. Ægilega gaman ;)
Ef ekki verður hringt í mig í dag þá held ég áfram á sama skammti af báðum lyfjunum þangað til á föstudag en þá er önnur blóðprufa og skoðun líka þar sem rýnt verður inn í mitt allra helgasta og skoðað hvort hægt sé að fara að tína egg. Gaman gaman ;)
Ef ekki verður hringt í mig í dag þá held ég áfram á sama skammti af báðum lyfjunum þangað til á föstudag en þá er önnur blóðprufa og skoðun líka þar sem rýnt verður inn í mitt allra helgasta og skoðað hvort hægt sé að fara að tína egg. Gaman gaman ;)