Við hjúin duttum inn í Fólk með Sirrý í gærkvöldi. Ástæðan var einföld, hún Bára vinkona mín var þar í áheyrendahópnum. Helga Braga var þar í viðtali og var auðvitað afskaplega fyndin eins og vanalega. Hún vildi meina að mar gæti séð liggilegt fólk út um allt og bað liðið í salnum að ræskja sig ef það sæi liggilegt fólk af hinu kyninu í sjónvarpssalnum. Fyrst karla og svo konur. Myndavélin fór auðvitað beint á Báru og við haukurinn sáum greinlega að hún ræskti sig hátt og snjallt. Wow. Nú viljum við fá að vita hver var svona liggilegur í sjónvarpssalnum? Var það einhver tökumaðurinn eða einhver annar (hehe)
09 október 2003
script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr">
<< Til baka