Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

08 október 2003

Í dag ligg ég heima í volæði og almennri eymd. Ég er sem sagt lasin. Er með hausverk dauðans og beinverki í stíl. Hálsinn er stíflaður af einhverju ógeði sem ég reyni að kingja annað slagið, frekar svona geðslegt. Ég er lasin. Ekki veik. Það er stigsmunur þar á.

Í eldgamla daga átti ég heima úti á landi en flutti við 10 ára aldur í sollinn í höfuðstaðnum (þetta vita auðvitað allir, en mig bara svona langaði að minna ykkur á það). Það kom auðvitað að því að ég yrði lasin og ég var frá í einhverja tvo daga eða svoleiðis. Ég var í Melaskólanum. Þegar ég koma til baka í skólann spurði einhver stelpuanginn hvar ég hefði verið, af hverju ég hefði ekki mætt í skólann (hefur líklega haldið að ég væri skrópari). Ég tilkynnti henni að þetta hefði átt sér eðlilegar ástæður. Ég hefði nefnilega verið lasin. "Þú meinar veik?" spurði hún. Nei svaraði ég "ég var lasin". um þetta þrættum við smá stund

Þarna kom fram munur á borgarbörnunum og sveitavargnum, sem í þessu tilfelli var ég. Ég var nefnilega ekki veik, ég var lasin. Ef maður er veikur er maður ekki mönnum sinnandi og fer jafnvel á spítala. Er frá í marga daga. Ef mar á hinn bóginn er lasinn þá er mar eitthvað slappur og ekki alveg eins og maður á að sér (veit ekki hvernig ég á að vera svo það er erfitt að finna það) og er frá vinnu eða skóla frá 1 og upp í 3 daga. Sem sagt, þarna er heilmikill munur á.

Í Reykjavík verða hinsvegar allir veikir. Sama hvaða lítilræði hrjáir þá. Ég er löngu búin að læra þetta og núna verð ég "veik" eins og hinir. Inni í mér leiðrétti ég mig hinsvegar alltaf og tauta, "lasin, ekki veik. Ég er LASIN"

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger