Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

06 október 2003

Ég er komin heim og er að reyna að læra eða sko já! Ég er búin að leggja svona 20 kapla, lesa allar mögulegar bloggsíður sem ég get fundið og linka inn á hitt og þetta bull. Glotta yfir árásum á Hannes H sem mér finnst rosalega fyndnar og fleira. Og ástæðan? Jú á morgun á ég að vera búin að skrifa niður helstu hugtökin sem ég kem til með að nota í ritgerðinni minni og hvað þau þýða!!!!!!

Ég er andlaus og líka orðlaus. Get varla skrifað heldur og er með hausverk af því að leggja of mikinn kapal. Get ég sagt þetta við kennarann á morgun? Og kemur hún til með að trúa mér og vorkenna? Ég held ekki (stuna)

Fór og keypti mér selskapsvesku í hádeginu í dag. Ég var send af hauknum að kaupa bol með Davíð Oddsyni í svínslíki og þá sá ég töskuna alveg óvart eftir að hafa klöngrast upp 5 tröppur og troðið mér inn í hillu aftast í búðinni sem selur ekki svona boli heldur bara kjóla! Jamm ég sem sagt sko fór inn í eina aðra búð í leiðinni, víst ég var þarna sko.

Þetta er sem sagt allt Davíð Oddsyni að kenna. Væri hann ekki sá sem hann er, þá hefði engum dottið í hug að afmynda hann eins og svín og setja hann á bol, og þar af leiðandi hefði hauknum ekki dottið í hug að hann vantaði svona bol og ég ekki þurft að bruna niður á Laugaveg að kaupann. Eða kannski er það bara vinnuveitandanum hauksins að kenna, að láta hann vinna í Helguvík af öllum stöðum svo hann kemst ekki á Laugaveginn að kaupa sér boli af DO eins og flest alminniligt fólk!!!

En hverjum svo sem það er um að kenna þá er veskan ægilega flott, meira að segja ægilega rosalega flott. Hún er svo flott að ég hreinlega roðna við að horfa á glæsilegu alheimskonuna mig bera hana!

Það er eins gott að hún er flott því ég er komin í þunglyndi yfir árshátíðarfötunum sem mér fannst svo ágæt. Þau eru enn ágæt. Þau eru ágæt sitt í hvoru lagi og líka ágæt saman. En svo klæðist ég þeim og voila.... það gerist eitthvað og þau eru ekki lengur ágæt.. þau eru eiginlega alveg hræðileg.. en veskan er flott

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger