Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

05 október 2003

Ég leit á klukkuna þegar ég opnaði Bloggerinn og viti mann hún er 8.01. Wow er þetta normal? Á ég mér ekki líf? Mér sýnist allt benda til þess að svo sé ekki. Þegar fólk er sest við að blogga klukkan 8.01 (þetta 0.1 er sérstaklega mikilvægt) á sunnudagsmorgni þá er mikið að lifa fyrir..huh

Haukurinn er enn sofandi, hann er slasaður. Tvöfalt! Annað er mér að kenna en hitt honum sjálfum eða vinnunni hans. Hann er nefnilega engu minni klaufi en ég þó hann mundi aldrei viðurkenna það og ég mundi aldrei segja það upphátt svo hann heyrði. En sem sagt hann gerði eitthvað í vinnunni þannig að hann fékk ofsaálag (þetta er nýyrði hjá mér "ofsaálag") á öxlina. Fyrst var álagið á allt annan stað, stað sem við viljum ekki fá neitt álag á!!!. Hann nefnilega festist einhvernveginn í vinnugallanum sínum þannig að það strektist á gallanum á MJÖG viðkvæmum stað (níd æ sei mor??). Sem betur fer gat hann losað álagið áður en mjög slæmt hlaust af en þá var komið svona ofsaálag á skemmdu öxlina hans þannig að nú getur hann ekki beitt henni að viti.

Hitt var mér að kenna. Ég á nefnilega spegil sem ég vil ekki henda af því ég hef ákveðna þörf fyrir að sjá mig alla í spegli áður en ég fer út úr húsi (þó ég sjái mig auðvitað bara hálfa þessa dagana sökum vaxtarlags sem passar ekki í spegilinn, en ég bakka bara og þá sé ég hina hliðina líka en þó ekki báðar í einu).. Já alveg rétt "slasið" hans hauksins og spegillinn minn. En ástæðan fyrir því að hann vill henda honum er að spegillinn er brotinn í neðra hægra horninu. Þetta gerðist fyrir mörgum árum og ég er rétt að verða búin að vinna af mér sjö ára ógæfuna og ætla ekki að eignast hana aftur með því að fleygja speglinum. Brotið sem sagt snertir mig lítt (sem betur fer er það það neðarlega að ég sé yfir það). Haukurinn er ekki sama sinnis varðandi þetta brot. Hann er nefnilega alltaf að sparka í spegilinn og tautar þá alltaf eitthvað ljótt í leiðinni. Eitthvað sem ég á að heyra en heyri ekki því hann vill ekki leyfa mér að heyra hvað hann getur verið orðljótur þannig að ég verð bara að giska.

En í gærmorgun var ég að reyna að sofa smá meðan hann hann var að klæða sig fyrir vinnuna og þá heyri ég stundahátt "Meinvill, þegar ég kem heim í kvöld þá hendum við þessum and******* spegli" WOW Ég bara glaðvaknaði. Þetta var samt sagt í svona samtalstón, enda ekki annað hægt því Molinn svaf líka vært og við viljum almennt ekki vekja hann of snemma. Ég reis upp við dögg til að athuga hversvegna hann vildi sérstaklega henda speglinum núna. Ástæðan var ofureinföld, hann hafði í syfju sinni gengið á spegilbrotið og skorið af sér tánna. Ok, kannski skar hann ekki af sér tánna, en blóðstreymið benti allt til þess og ég meira segja neyddist til að skreiðast fram úr og reyna að hjálpa honum áður en honum blæddi út. Síðan fór hann í vinnuna með umbúðir á tánni og blóðið vætlandi úr.

Uss þegar hann kom heim um kvöldið var hann í sokkum sitt af hvoru tagi. Öðrum hvítum (engar athugasemdir plís) og hinum rauðum. Ég ætlaði að fara að benda honum á þetta smekkleysi hans þegar ég áttaði mig á því að líklegast hafði rauði sokkurinn verið hvítur um morguninn þegar hann fór í hann. Ég lokaði bara munninum aftur og náði aðra í sokka undir ásakandi augnaráði hans. Ég næstum því skammaðist mín, en speglinum verður samt ekki hent!

Hann fær sem sagt að sofa aðeins lengur af því hann er svona tvöfalt slasaður. Svona er ég góð kona. Geri engar kröfur á manninn þegar hann er slasaður. Það væru ekki allar konur svona góðar!

Annars var Gullmolinn hjá okkur í fyrri nótt og vesalingurinn er aftur kominn með asma þannig að frænkutetrið hans svaf ekki mikið fyrir hóstaköstunum sem hann tók alla nóttina. Held samt að hann hafi sofið ágætlega. Við horfðum á DVD myndina barnalögin svona 57 sinnum og sungum með Jónsa og Birgittu. Frænkan er komin með nett ógeð á þessari DVD en barnunginn hreinlega elskar þetta þannig að hvað gera gamlar móðursystur þá? Jú þær setja á play aftur og syngja hástöfum með. Tilfærslur mínar eru öllu meiri en voru hjá Dúkklísunum í Popppunktinum í gær. Mér fannst það nú frekar lélegt atriði, uss bara. Ég ætti kannski að hringja í þær og bjóða þeim aðstoð í tilfærslum við barnalög?

Brá mér líka í Debenhams og keypti mér árshátíðarbol þar sem ég hætti við kjólinn fagra (varð að hætta við því það var svo dýrt að kaupa svona mikið efnið á hvalinn Keikó). Og mér fer fram. Ég lagði af stað til að kaupa svartan bol en kom heim með silfurlitaðann gellubol..úff verður mar flottur eða hvað?

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger