Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

15 ágúst 2003

Interpol
Vissir aðilar hafa verið að hlægja að óförum mínum á alþjóðlegum flugvelli og gefið í skyn að ég hljóti að vera á lista hjá Interpol eins og hinir hryðjuverkamennirnir. Ég get nú ekki annað en svarað þessu hátíðlega, ég er nefnilega ekki á sakaskrá.

Systir mín elskuleg, það er sko allt önnur Ella. Í gær sótti hún um aukavinnu hjá ónefndu fyrirtæki hér í borg, þetta var allt gert á netinu ægilega fínt og hún nokkuð sátt með sjálfa sig. Í kjölfar umsóknarinnar fær hún símtal frá ráðningarstjóra umrædds fyrirtækis og gengur það einhvern veginn svona fyrir sig:
-Jaa þú skilur að ég get nú ekki ráðið þig þar sem þú ert á sakaskrá.
-Sakaskrá?
Já, sakaskrá.
- Guð minn góður! Er ég á sakaskrá? Fyrir hvað? Hvernig sérðu það? Ó guð minn góður hringdir þú í lögguna (þegar hér er komið sögu þá hefði mig sem ráðningarstjóra verið farið að gruna að hún hefði stórvægilegt magn afbrota á sinni svörtu sál)
-Nei ég hringdi ekki neitt, ég þurfti þess ekki.
- Hvað meinar þú? Hvernig? Hvað?

_ Nú á umsókninni er reitur þar sem merkja á já eða nei við það hvort menn séu á sakaskrá og þú merktir JÁ!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger