Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

27 júní 2005

Í vinnunni er verið að venja mig við víndrykkju. Ég fékk í afmælisgjöf kerti með kampavínslykt og áðan komu þau færandi hendi með kampavínsflösku. Þetta heitir að þjálfa fólk upp. Næst fæ ég koníaksflösku sögðu þau en hættu snarlega við þegar ég sagði að það væri gott því við notum svo mikið koníak í sósur.

Ég er hinsvegar haldin miklu eirðarleysi því ég veit ekki hvað ég áð að gera næst. Þetta er erfitt. Ég nenni ekki að læra meira, allavega ekki strax, best að leyfa þessu að sjatna aðeins fyrst. Eirðarleysið stafar sem sagt af því að ég sé fram á að veturinn er að nálgast og ég hef ekkert að gera. Allar tillögur eru vel þegnar en ég nenni hinsvegar ekki einhverju megaföndri. Það er ekki alveg ég þannig að allar tillögur sem ekki leiða til mikils föndurs verða skoðaðar. Mig vantar verkefni!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger