Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

17 desember 2003

Verkefnaskil
Ég er hætt að vinna meira í þessu verkefni. Setti síðasta punktinn fyrir hálftíma, raðaði í möppuna og klukkan 12.59 ætla ég að liggja á hurðinni hjá kennaranum og heimta að mér verði hleypt inn. Ég ætla að taka 2 mínútur í að raða möppunni fallega á sófann hjá henni og vona að hún gefi mér eitthvað fyrir þá viðleitni að ég er með falleg milliblöð. Klukkan 13.02 stundvíslega brestur jólaskapið á:


Mikið ægilega verður gaman í kvöld. Ég ætla að elda góðan mat handa hauknum (af því ég var að klára verkefnið, hefur þetta ekki eitthvað snúist við??). Síðan ætla ég að spila fyrir hann jólalagið sem gefur mér jólafílingu: Marys Boychild með Boney M. Held að vísu að hann hafi ekkert gaman að því en það er allt í lagi því hann á að vaska upp meðan ég set upp jólaljósin haha Þetta verður skemmtilegt. kannski finnst honum það ekki eins skemmtilegt en hvað er að fást um það, jólin eru að koma nebblefa.

Í gær fór hann fram á það að ég skrifaði óskalista fyrir jólin. Uss það var ekkert á listanum mínum nema eitt og það getur enginn gefið mér.


Þess vegna skrifaði ég af skyldurækni nokkrar bækur og blandara. Langar að vísu meira í bækurnar heldur en blandarann. En ég er að ímynda mér að ég komi til með að nota svoleiðis apparat til að búa mér til skyrdrykki. Nú hef ég aldrei smakkað skyrdrykk þannig að ég veit ekki af hverju ég hef fengið þá hugmynd að þetta sé það eina sem verði til bjargar mínum sálarháska. Ætli ég sitji ekki bara með blandarann í fanginu þegar niðurstöðurnar koma í febrúar og klappa honum. það er að segja ef ég eignast svoleiðis.

Bækurnar eru kannski bara betri eftir allt saman. Ég setti líka skó á listann. Mér er hinsvegar sagt að ég eigi nóg af skóm en það er ekki rétt. Ég á nóg af ELDgömlum skóm sem mig langar ekkert að vera í en ég á enga nýja, nema auðvitað þessa sem ég keypti í Rotterdam. Þeir eru hinsvegar ekki til "gangs". Þeir eru frekar svona, núna er "meinvill pæja" skór. Ég var í þeim á sunnudaginn þegar ég barðist við bílinn minn og tapaði. Þegar ég kom í foreldrahús þá beið mín heitt súkkulaði. Tærnar á mér voru hinsvegar freðnar alveg inn að hjarta. Nú veit ég vel að hjartað er ekki neitt nálægt tánum en á þeirru stundu fannst mér það. Daginn eftir varð ég fyrir þeirri undarlegu reynslu að ég var með harðsperrur í lærunum (það er undarlegt hjá mér því ég geri ekki neitt til að framkalla svoleiðis sperrur). Eftir mikla pælingar fattaði ég að þetta er auðvitað nýju Rotterdam skónum og frosna bílnum mínum að kenna. Ég nefnilega sat á hækjum mér og blés í skrárgatið og hitaði lykilinn og blótaði: allt á hækjum mér. Ég er sem sagt í svo slæmu formi að ef ég húki svona við bílinn minn í 35 mínutur á háum hælum, þá bara fæ ég harðsperrur. huh

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger