Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

14 ágúst 2006

Hmmm.. Í dag er fílameðgangan okkar Skakka nákvæmlega níu mánaða. Já segi og skrifa níu mánaða. Það þætti nú léleg meðganga að hafa ekki fengið amk fyrirvararverki þegar þessi tímamót nálgast. En þrátt fyrir að við færum einhvern þvottabalaveg í óbyggðum í gær þá urðum við ekki vör við neina verki. Ég varð jú syfjaðari en ég hef verið í langan tíma en held það hafi ekki haft neitt með fílsungann okkar að gera. Ég er að hugsa um að fara að þurrka rykið af krystalskúlinni og ath hvort hún virki. Hún þarf víst að fá að anda í sig sól og tungli áður en að notkun kemur þannig að það er jú best að fara að koma sér af stað. Kannski segir kúlan okkur meira en þeir aðilar sem stjórna meðgöngunni því ekki kemur orð frá þeim. Hvorki þeim íslensku né erlendu. Ég verð að viðurkenna að mér þætti allt í lagi að fara að fá eins og eitt lítið bréf frá íslensku aðilunum, jafnvel þó ég viti að þau viti ekki neitt. Bara svona til að vita að við séum með. Bara það að fá t.d. bréf á mánaðarfresti sem segir bara blablabla fréttir væri til að halda manni á beinu brautinni og maður fengi kannski eitthvað smá á tilfinninguna að maður eigi von á barni. En það er ekkert. Við fórum á námskeið fyrir 15 mánuðum sem við urðum að fara á samkvæmt kröfu stjórnvalda (en hefðum farið á hvort eð er) og svo fórum við á annað námskeið í vetur einhvern tíma til að læra að hugsa um smábörn. Við erum búin að gleyma öllu sem við lærðum þar. Nei, ok þetta er aðeins orðum aukið en mundi það drepa þetta lið að senda email annað slagið bara svona til að stappa í mann stálinu???? Þetta er afskaplega þreytandi og erfið bið og bara það að fá email einu sinni í mánuði eða annanhvern mánuð mundi kannski sannfæra mann um að liðið væri enn vakandi og hefði hreinlega ekki gleymt því að við erum til og erum enn að bíða. Mér finnst það nú engin ofrausn. Svona er skapið í mér í dag. Eintóm heimtufrekja og leiðindi!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger