Um daginn fór ég og fjárfesti í hlut sem mig hefur lengi langað í, nefnilega sléttujárni. það er mjög skrítið að ég sem er með hárbrjálæði og hef verið í mörg mörg ár, ég á engar græjur til að sinna þessu brjálæði mínu. Þetta er fyrsta hártækið sem ég kaupi um æfina.. nei ég lýg því. Einu sinni í kaupmaníu í London með leigubílstjóranum þá keypti ég klippigræjur til að geta sparað á klippingu þegar ég kæmi heim með Euro reikninginn minn. það virkaði ekki betur en svo að ég hef aldrei notað þær græjur. Hvorki á mig eða aðra. En sléttujárnið nota ég. Fólk er að kommentera á hárið um allan bæ. Furðulegt. Flest kommentin snúa að því að ég sé bara búin að greiða mér. Ég er sem sagt búin að vera ógreidd í öll þessi ár en nú er lífstilsbreyting!
08 nóvember 2005
script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr">
<< Til baka