Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

30 ágúst 2005

Afskaplega er erfitt að vera svona mikið íþróttafrík. Ég er að átta mig á því núna af hverju ég hef ekki verið mikið að hreyfa mig fram að þessu. Svona er staðan: Ég fer í salinn og lyfti lóðum. Til þess þarf ég íþróttaföt og skó fyrir salinn. Við erum með skvasssal í vinnunni og til þess þarf spaða og samkvæmt sölumannininum "er afskaplega gott að vera í svona skóm" og auðvitað stuttbuxum við. Þarna eru komin tvö outfit og græjur. Ég fer í golfið. Þar þarf ég kylfur og sérföt því það má ekki fara í hverju sem sem er inn á völlinn. Þriðja outfittið. Stafagangan. það eru útiföt og "vinsamlega ekki svona gönguskó því þá hreyfast ekki ökklarnir rétt og plís ekki gallabuxur" sem sagt fjórða outfittið og til að kóróna allt saman: "ekki þessa stafi, þetta eru fjallgöngustafir!!!" Já já ég geri mér grein fyrir því að ég hef aldrei verið íþróttavæn en en er þetta ekki rugl??? Þetta er fimmta outfittið og tvær gerðir af stöfum eftir því hvort ég er að arka um borg og bæ eða fjöll og hraun. Og tvær gerðir af skóm. Og svo ef mig langar í sund þá þarf ég sundbol.Hann tekur kannski ekki mikið pláss svona einn og sér, en í samhengi við allt hitt! Þegar fólk er í tveggja herbergja íbúð eins og ég með MJÖG litlu skápaplássi þá er bara ekki pláss fyrir allar þessar íþróttagræjur. Heyrðu ég gleymi einu. Ég á líka línuskauta og einhvern hlífðarfatnað þar við. Og einu sinni átti ég skíði og erum við þá að tala um allt aðrar græjur og allt önnur föt. Spáið í þessu bara, hvað ef ég hefði gaman af því að hreyfa mig? Hver væri þá staðan á íþróttagræjum heimilisins? Ég kæmist bara ekki fyrir lengur og hana nú!!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger