Þetta var svo góð helgi að leitun er að öðru eins. Helgin hófst með bréfi frá ráðuneytinu þar sem ráðuneytismenn samþykkja að við stækkum fjölskylduna okkar. Nú fer því í hönd rosa vinna við að safna vottorðum frá hinum og þessum stofnunum. En það verður bara gaman. Síðan skelltum við okkur að sjá Kabarett á föstudagskvöldið og mér fannst það frábært, alveg frábært. Á laugardaginn spilaði ég síðan á mínu fyrsta golfmóti og vann þar til verðlauna. Að sjálfsögðu! Þetta voru verðlaun fyrir besta nýtingu á vellinum í kvennaflokki. Fyrir þá sem ekki skilja golfmál þýðir þetta að ég hafi slegið flest höggin af öllum, nýtti sem sagt allan völlinn. Þetta var fínt.
29 ágúst 2005
script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr">
<< Til baka