Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

01 apríl 2005

Úff hvað eg er orðin löt að blogga. Þetta er bara ekki nokkur hemja. En skrifhamurinn er bara ekki að virka þessa dagana. Gæti nú samt skrifað um bilaða bílinn hans Skakka! Við nefnilega lánuðum ástkærum bróðurnum bílinn og í gær þegar Skakki ætlaði að bruna í vinnuna fór hróið alls ekki í gang (bíllinn sko, ekki bróðurinn því hann var floginn). Bara alls ekki. Ég lá fársjúk í rúminu (!) þegar Skakki kom inn með látum og vildi far. Sem ég auðvitað sá um því ég er á svo miklum eðalvagni. Um kvöldið mætti bifvélavirkinn faðir minn og þeir lágu yfir bílnum í einhverja tíma en allt kom fyrir ekki. Hann NEITAÐI að fara í gang. Á endanum tóku félagarnir sig til og drógu bílinn á verkstæði. Ég sá fram á glæsta tíma þar sem ég þyrfti að keyra og sækja Skakka í vinnuna. Rétt eins og sönn eiginkona uppfull af fórnfýsi og þolinmæði. EN.. það kom sko ekki til þess.. NEI...

Hálftíma eftir verkstæðisdráttinn hringir síminn og það er bifvélavirkinn. "Sko, ég var að hugsa. Ertu viss um að lykillinn sé kóðaður?"...

Skakki verður svona svaka glaður og dregur mig úr latadreng þar sem ég var búin að koma mér þægilega fyrir og við brunuðum á verkstæðið með annan lykil en um var rætt! Og hvað? Já rétt til getið, bíllinn hoppaði í gang! Bara rétt si svona... og núna vil ég ekki heyra fleiri aulabrandara um konur og bíla.. málið er nefnilega það að karlar og bílar......

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger