Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

23 mars 2005

Ég finn hvernig stressið læðist að mér úr öllum áttum. Ég reyni að berjast á móti en ósigurinn er minn að þessu sinni. Það finnst helst á því að ekki máttu fiskarnir snúa sér við í nótt án þess að ég vaknaði við hávaðann í þeim (og nei ég er ekki að tala um Skakka heldur gullfiskahávaðaseggina sem voru ábyggilega að slást í alla nótt). Held það sé eins gott að vinnufélagarnir höfðu vit fyrir mér og sögðu mér (lesist: skipuðu) að vera heima. Ég æði úr einu verki í annað án þess að klára nokkuð og í morgun var ég vöknuð um sex.

Molinn er kominn með hlaupabólu og nú eru einu áhyggjur mínar að ég hann smiti mig. Ég er nefnilega svo "heppin" að hafa ekki fengið eina einustu barnaveiki um ævina. Það væri því alveg típískt að ég fengi hlaupandi bólur daginn sem ég dreg Skakka fram fyrir yfirvöld (eða er það Skakki sem dregur mig?).

Ég verð að nota tækifærið hér með að óska leigubílstjóranum mínum til hamingju með kaupin á nýju íbúðinni House 3 Bouquet
Annars er leigubílstjórinn búin að skipta um starf tímabundið. Hún er virðulegur skreytingameistari og mun sjá um að allt sé með felldu og ekki skjótist inn litir sem eru óviðeigandi á þessari stundu! Ég hef tekið tímabundið við starfi umboðsmanns og er farin að ráða hana um víðan völl og er ekki víst að hún kunni mér miklar þakkir fyrir þó eigi láti hún það í ljósi.

Núna ætla ég að skjótast í Treadmill

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger