Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

15 mars 2005

Meinvill og Skakki eru ekkert sérstaklega vel inn í því hvernig prestar tala og hugsa. Þetta fékkst endanlega staðfest í gærdag í heimsókn hjá sóknarprestinum. Það skal tekið fram að Sérann er meira utan við sig en Meinvill og er þá sterkt tekið til orða því fáir standa henni á sporði í þeim efnum. Fundurinn með séranum var á þessa leið:
Klukkan 9.00 Sérann hringir í Meinvill:
Sæl, átt þú ekki tíma hjá mér klukkan 13 í dag?
Meinvill: Nei, það er klukkan 14
Sérann: Já allt í lagi.

Klukkan 9.30 Sérann hringir aftur í Meinvill
Sæl, getur þú komið klukkan 14. 30 því ég tefst aðeins?
Meinvill: Jájá

Klukkan 14.25 mæta Meinvill og Skakki hjá séranum eftir að hafa verið búin að reyna að opna allar hurðir á safnaðarheimilinu. Þau fá að vita hvar skrifstofan er og banka þar kurteislega á dyr en það virðist sem allt sé slökkt þar inni þannig að þau setjast bara niður og spjalla saman. Tíu mín seinna heyrist rödd: "ofsalega eruð þið sæt og elskuleg"

Skakki og Meinvill vita ekki hvaðan á sig stendur veðrið ekki vön að fá svona hrós frá ókunnum mönnum en hann heldur áfram: "Sko að banka svona létt á dyrnar, flestir liggja á hurðinni með látum þar til ég svara".
Meinvill og Skakki voru ekkert að benda honum á að ástæðan fyrir rólegheitunum var sú að þau héldu að hann væri ekki inni.

Sérann býður þeim inn allir fá sérsæti. Hann horfir á þau til skiptist og segir: "Þið hafið komið snemma að landi?"

Vott þe hekk? Snemma að landi hvað? Meinvill lítur laumulega á Skakka og sér að hann er eins og spurningarmerki í framan þannig að hún segir: "Nehh, ekki svo, við vorum bara hérna rétt fyrir hálfþrjú"

Séranum virðist líka svarið vel því hann heldur áfram að skrifa eitthvað og Meinvill og Skakki brosa breitt því þau eru greinilega að fatta sérann. Hann skrifar meira og segir svo:
"Og hvert siglið þið héðan?"

Sjitt sjitt sjitt Meinvill þolir ekki svona spurningar, hvar sérðu þig eftir fimm ár, hvert siglir þú héðan og svo framvegis. Áður en hún nær að forma svarið heyrist hikandi rödd Skakka við hlið hennar: "Ég ætlaði bara aftur til Reykjavíkur" Haha hann er greinileg ekki vissari með þessar framtíðarspurningar.

Sérann horfir á Meinvill og Skakka til skiptis, hnyklar aðeins brýrnar og: " Ha? Er það ekki rétt hjá mér, ertu ekki sjómaður?"

Sjómaður? Skakki? Þá kom í ljós að Sérann hélt að hann væri að tala við eitthvað allt annað fólk þar sem maðurinn var sjómaður og hafði komið snemma að landi í dag. Ekki var neitt dularfullt kirkjutal eða framtíðarpælingar heldur bara rangur maður.

Skyldi hann muna eftir hver við erum á ögurstundinni sjálfri?

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger