Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

16 mars 2005

Í gærkveldi fór ég með leigubílstjóranum á námskeið. Þetta var svona Feng Shui námskeið. Þarna voru eintómar konur og við sátum andugtugar undir fyrirlestrinum sem gekk mest út á það að við ættum að henda öllu drasli og rýma til svo flæðið væri betra hjá okkur. Speglar eru andsetnir djöflinum og sérstaklega ef þeir snúa mót inngangi. Leigibílstjórinn kinkaði ábúðarfull kolli, hnippti í mig með beinaberum olnboga beint á milli rifbeinanna og hvíslaði út um hægra munnvikið: "Ég sagði þér það! Það lekur öll orkan út um dyrnar og niður um stigann. Enginn furða að þetta gangi svona illa hjá ykkur að fjölga ykkur"
HUh sagði ég sármóðguð en gat lítið meira sagt því fyrirlesarinn horfði á okkur eins og hún væri að spá í að biðja okkur að vera með innlegg. Ég skilaði því leigubílstjóranum af mér og flýtti mér heim, tók niður spegilinn og bar hann niður í geymslu. Nú fer allt flæðið úr geymslunni út um leið og mar opnar hana og vonandi lekur eitthvað af drasli með....

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger