Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

05 apríl 2004

Hr. Meinvill fékk ættingja sína og vini í heimsókn í gær í tilefni margra tuga afmælis. Hann var búinn að elda Brewing fyrir fjölda manns og baka kökur. Ægilega fínt. Meðan hann bakaði og eldaði eins og herforingi þá Helper ég enda við á leið til útlanda og mar á alltaf að skilja allt eftir hreint þegar mar yfirgefur landið í lengri eða skemmri tíma.

Við förum á morgun. Bow Down Together

Úff hvað okkur hlakkar til. Það er frí í heila átta daga. ÁTTA daga. Þetta er frábært.

Fór með eina eftirlifandi fiskinn minn til skjaldbökunnar. Hún og Toros ætla að gæta hans fyrir mig. Hann heitir Sebastian. Hann er fjórði fiskurinn sem heitir Sebastian. Kannski á ég ekki fisk sem heitir Sebastian þegar ég kem til baka. Á ég að fá móral?

Síðast þegar við fórum í frí passaði skjaldbakan Sebastian (ekki þennan, heldur tveimur fiskum frá) og bróður hans Maximilian. Þegar við komum til baka reyndi hún að telja mér trú um að Sebastian hefði verið haldinn sjálfseyðingarhvöt og hefði hoppað upp úr búrinu og dáið á eldhúsborðinu. Spáið í því að deyja á annarra manna eldhúsborði og vatnið innan seilingar (ugga) og komast ekki í það. En það sem ég vildi sagt hafa er að núlifandi Sebastian fór í pössunina í búri með LOKI. Það er því alveg sama þó skjaldbakan verði svöng og grilli Sebastian sér til matar , ég kem ekki til með að trúa því að hann hafi hoppað sjálfur úr búrinu haha

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger