Um daginn gerðust þau undur og stórmerki að Meinvill ákvað að bregða sér í leikhús. Hún hafði fengið boð um að koma á sýninguna 5.stelpur.com og átti þetta að vera ókeypis því um æfingu var að ræða. Greip um sig geypimikil eftirvænting og ætlaði múgurinn að skella sér (Star). Daginn fyrir sýningu var koma Meinvills og félgaga hinsvegar aflýst þar sem kom í ljós að FM hafði pantað allan salinn fyrir sína hlustendur og var ekki pláss fyrir okkur enda vorum við sko alveg sex talsins.
Star er hinsvegar ekki á því að deyja ráðalaust og í hrifningarvímu voru pantaðir fimm miðar (einn sem ætlaði með upphaflega var ekki í star og þessvegna datt hann (hún) uppfyrir í tilraun númer tvö). En sem sagt til að gera langa sögu stutta þá fengum við afhenta miða á sýninguna og erum að fara í kvöld EN þá kom babb í bátinn:
Austurbæjarbíó er búið að tvíselja miðana okkar.
Það eru sem sagt einhverjar aðrar konur líka búnar fá sömu miðana með sömu númerunum. Er þetta klaufaskapur eða helber aulaskapur?
Þetta komst upp þegar bíóið hringdi til að spyrja forsvarskonu Star að því hvort hún ætlaði ekki að sækja miðana sína sem biðu alltaf í bíóinu "hvaða miða? ég er löngu búin að sækja þá" Fum og fátur og þá kemur í ljós að fimm miðar bíða okkar í bíóinu og 10 konur eru búnar að fá aðra fimm miða.
Er þetta ruglingslegt?
Nei þetta er bara eins og líf mitt og tilvera er vant að vera. Þetta verður spennandi. Ef ég væri ekki búin að borga þá væri ég orðin illa fúll út í þessa rugludalla. Þau eru greinilega ákveðin í því að við eigum ekki að koma á þessa sýningu. En við berjumst á móti...
Star er hinsvegar ekki á því að deyja ráðalaust og í hrifningarvímu voru pantaðir fimm miðar (einn sem ætlaði með upphaflega var ekki í star og þessvegna datt hann (hún) uppfyrir í tilraun númer tvö). En sem sagt til að gera langa sögu stutta þá fengum við afhenta miða á sýninguna og erum að fara í kvöld EN þá kom babb í bátinn:
Austurbæjarbíó er búið að tvíselja miðana okkar.
Það eru sem sagt einhverjar aðrar konur líka búnar fá sömu miðana með sömu númerunum. Er þetta klaufaskapur eða helber aulaskapur?
Þetta komst upp þegar bíóið hringdi til að spyrja forsvarskonu Star að því hvort hún ætlaði ekki að sækja miðana sína sem biðu alltaf í bíóinu "hvaða miða? ég er löngu búin að sækja þá" Fum og fátur og þá kemur í ljós að fimm miðar bíða okkar í bíóinu og 10 konur eru búnar að fá aðra fimm miða.
Er þetta ruglingslegt?
Nei þetta er bara eins og líf mitt og tilvera er vant að vera. Þetta verður spennandi. Ef ég væri ekki búin að borga þá væri ég orðin illa fúll út í þessa rugludalla. Þau eru greinilega ákveðin í því að við eigum ekki að koma á þessa sýningu. En við berjumst á móti...