Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

03 janúar 2004

Jólabækurnar
Ég er búin að lesa svolítið, ekki mikið því ég er eitthvað hálfþreytt en samt er ég búin að klára þrjár. Da Vinsi lykilinn var alveg frábær. Gat ekki hætt fyrr en hún var búin. Mér finnst hugmyndirnar alveg brilljant sem þar koma fram. Að vísu var ég hálfsvekkt yfir endinum því bókin var búin að vera svo þétt alveg til síðasta kafla. En það er bara það sem gerist því auðvitað er kannski ekki auðvelt að ljúka svona dæmi eins og þarna er skrifað um.

Ég las líka bókina hans Flosa í einum grænum í gær. Hún er ekki seinlesin því þetta eru bara stuttir pistlar um þetta og hitt. Ábygglega pistlar sem hann hefur áður birt í dagblöðum, lengdin var þannig. Bókin er ekki merkileg finnst mér en skemmtileg samt. Mér finnst nefnilega Flosi skemmtilegur þegar hann kemst á flug sem hann gerir í sumum köflunum.

Ég las líka Á villigötum eftir Henning Mankell. Hún var sprennandi og mátulega löng. Ég þoli ekki suttar bækur. Finnst ég alltaf vera svikin ef bókin er styttri en 400 bls í kilju. Bæði Mankell og Vinsi lykillinn eru langar. Alvöru bækur.

Núna er ég að lesa Anne Rice Blackwwod farm. Ég er löngu búin að fá leið á Önnu Ræs en ég verð að lesa hverja bók sem hún skrifar. Þetta er svona skyldulesning. Sem betur fer þá virðist þessi ætla að vera alveg sæmileg, ekki þetta sama helv. guðslepjuvæl sem hún er búin að vera í síðustu bókum sínum. Það er nefnilega tvennt sem getur gert mig virkilega pirraða varðandi bækur. Það er ef bókin er stutt (nema ef hún er leiðinleg þá er það auðvitað mikil gleði) og svo hitt ef höfundar eru að skrifa um guð og helgislepju. Ég verð svo pirruð að ég gæti heinlega hætt að lesa. Ræs var á tímabili kominn í þetta bull. Það voru heilu doðrantarnir um það hvernig Guð og hans fylgilið hegðar sér og á hvað mar eigi að trúa. Sagan í hverri bók var kannski ca. tveir kaflar, restin var helgislepjubull. Bókin sem sagt lesin á geypimiklum hraða, sama sem, ekki lesin heldur skönnuð og það á ekki að gera við góða bækur.. bara skólabækur.

Ég er að bíða eftir að fá að lesa Love Story eftir Andra Snæ. Var búin að gleyma að ég var líka að bíða eftir henni í fyrra en nú er hún komin á borðið hauksins megin. Mig dauðlangaði til að hrifsa hana af honum en kann eigilega ekki við það því hann segir að ég sé frekja. Moi??? Frekja???? Það er bara ekki rétt. Ég er hinsvegar mjög ákveðin og mér finnst gaman að lesa.

Svo eru tvær bækur um e-learning á boðrinu mínu. Báðar mjög skemmtilegar en ég get ekki lesið þær því þær eru fyrir ritgerðina mína og mér finnst ég vera að læra þegar ég les þær. Er mar klikk eða hvað?

ÓRÓ ætlar að lána mér Fallegu beinin einhvern tíma í janúar. Ég hlakka ægilega til að lesa hana. Og svo á ég eftir að tékka hvort SM hafi ekki fengið einhverjar bækur sem ég get lesið. Hún fær yfirleitt mjög spennandi bækur.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger