og þá er það yfirlit ársins. Ákvað að gera eitt svoleiðis bara til að minna mig á að það er ýmislegt að gerast hjá manni þó það virðist alltaf vera eins.
Litið yfir árið
Svona í heildina séð og í tölum talið þá var árið 2003 bara nokkuð gott ár. Ýmislegt sem gerðist og líka ýmislegt sem gerðist ekki.
Janúar
Þá átti ég stórafmæli. Var búin að velta fyrir mér í lengri tíma hvernig ég ætti að halda upp á það og endaði með því að bjóða öllum í kaffi (eins og venjulega). Same old same old. Fékk ferð til London í ammilisgjöf frá hauknum og átti það að vera páskaferð. Hélt áfram í skólanum. Alveg vitlaust að gera í vinnunni því þennan mánuð fóru yfir 200 manns á námskeið og ég sem hafði reiknað með rólegum tíma eftir áramótin.
Febrúar
Rólegur mánuður.
Mars
Húsmæðraorlof sem eins og venjulega var mjög skemmtilegt. Held við séum búnar að fara í þetta orlof í hátt í 15 ár?? Getur það verið? Hittum Dr. Gumma sem sagði okkur að engin biðröð væri í meðferðir. “Bara að hringja og þá svarar einhver og segir góðan dagainn”. Maðurinn er soldið dularfullur og auðvitað kom það á daginn að þó það sé ekki biðlisti í víðasta skilningi orðsins þá eru bara teknir inn 3 á dag þrjá daga vikunnar. Og í minni kokkabók heitir það biðlisti.
Apríl
Fórum í ammilisferðina. 10 dagar í London. Algjört letilíf en löbbuðum samt svo mikið að á tímabili hélt ég að haukurinn værir að reyna að drepa mig. Svona með hægvirku aðferðinni. Hittum Sólrúnu og Sigþór á Leifsstöð og voru þau líka á leiðinni til London. Við ákváðum að borða saman. Það var úr hið ágætasta kvöld þó í ljós kæmi að við haukurinn höfðum ekkert í þau er kom að því að innbyrða matinn hratt og örugglega. Þau stóðu uppi sem öryggir sigurverarar. Hittum líka tengdaforeldrana og borðuðum með þeim líka. Veit ekki hvort það hefur nokkurn tíma komið fram en okkur þykir gaman að borða. Það sést að vísu ekki á hauknum en ég sýni greinileg merki þess.
Maí - júní
Skilaði verkefni í skólanum sem var nærri orðið mitt síðasta því ég lagði svo mikla vinnu í það. Var komið á mastersstig þegar ég loksins setti punktinn. Náðum loks í gegnum kerfið þar sem enginn biðlisti átti að vera og hófum sprautuferil eitt. Í byrjun júní kom í ljós að ekkert hafði gerst. Allir farnir í sumarfrí og mér sagt að fara í rauðuhunda sprautu. Það gekk ekki stórslysalaust því ljós kom að það lyf er í einhverjum flokki þar sem þarf að sækja sérstaklega um að fá sprautu og bla bla bla. Mér fannst þetta fyndið svona eftirá því allar 12 stelpur á landinu fá þessa sprautu og ég fékk hana á sínum tíma þó virknin væri búin. Ég hélt að þetta væri æfilöng ábyrgð, en svona er lífið. Hjúkunni sem sprautaði mig fannst þetta dularfullt að kona á mínum aldri væri að fara í svona sprautu. Mér fannst það líka.
Júlí
Árni og María eignuðust Andreu Marín.
Fór til Svíþjóðar að heimsækja nýbúana. Fór í foreldrafylgd og Einsa kalda fylgd. Tókum bílaleigubíl á Kastrup og keyrðum yfir, vopnuð korti úr Auto route sem sagði allt niður í mínútu hvað við ættum að keyra lengi áður en við tækjum næstu beygju. Alveg imbaprúft þangað til við föttuðum að af einhverri ástæðu vorum við ekki að keyra til Svíþjóðar heldur að hjarta Köben. Okkur tókst að leiðrétta þetta og finna réttan veg og þegar kom að Rödeby tók Einsi við sem gæd því við vorum nokkuð lost. Þetta reyndist hin besta ferð þrátt fyrir að það rigndi allan tímann og nýbúarnir reyndu að sannfæra okkur um að þetta væri ÓVENJULEGT. „Hér er alltaf sól allt sumarið, veit bara ekki hvað er að gerast núna”. Já, já mar hefur heyrt svona fyrr. Alltaf sól hvað.
Þegar ég kom heim aftur fórum við haukurinn í sumarbústað í Borgarfirði. Skoðuðum þar allt sem við gátum og það var rosalega fínt.
Ágúst
Hér var komið að því að byrja aftur að lifa normal lífi eftir sumarfrí og aðra vitleysu. Skipuleggja haustið með tilliti til vinnu, skóla og meðferða. Gekk vel að skipuleggja vinnuna og skólann. Meðferðir?? Hmmmmm
Haukurinn skipti um vinnu því fyrri vinnuveitandinn reyndist ekki hafa staðið sig varðandi greiðslur á opinberum gjöldum. Allt í vanskilum en hann “gleymdi sér”. Jamm sumir gleyma í marga, marga mánuði að borga svona hluti en muna samt alltaf eftir því að draga það af starfsmanninum. Haukurinn fékk samt aðra vinnu eins og skot og var ægilega happý að hafa skipt því þarna er miklu fleira fólk og flestir á hans aldri á hans starfsstöð.
September
Byrjaði í eigindlegum aðferðum í skólanum. Úff kennarinn hræddi alla í byrjun og þar á meðal mig. Reyndist svo ágætasta kona þegar til kom. Vinnur greinilega eftir þeirri aðferð að hræða alla nógu mikið í byrjun og þá haga menn sér vel það sem eftir er annarinnar. Sem stóð heima.
Áhrif rauðuhundasprutunnar enn að virka þannig að ekki mátti fara í meðferð.
Október
Engin meðferð og haukurinn brá sér til Danmerkur að heimsækja Andreu (og kannski Árna og Maríu líka). Hann fór líka á tónleika með MUSE og kom uppnuminn til baka því það var svo gaman. Andrea reyndist vera sætasta frænka ever og hann kom alsæll tilbaka.
Nóvember
Eitthvað var sálarlífið að gefa sig af því að hugsa bara um meðferðir. Brjálað að gera í vinnunni og viðtölin sem átti að taka fyrir eigindlegar aðferðir farin að taka sinn toll. Fór til heimilislæknis sem skammaði mig fyrir að vera ekki komin með annan lækni í Hafnarfirði en ég sagði honum eins og var að þar sem ég hefði síðast komið fyrir sjö árum til hans þá hefði ég ekki sett það efst á forgangslistann minn að skipta um lækni. Það hefði eiginlega ekki komið upp fyrr en núna og það er þremur árum eftir að ég flutti.
Læknirinn sagði mig þjást af svefnleysi og gaf mér örfáar svefnpillur í poka. Ég hló að honum í gegnum tárin og tautaði fyrir munni mér þegar ég kom út “að allir gætu nú orðið læknar nú til dags. Kunna bara ekki neitt. Svefnleysi hvað”. Tók samt eina svefnpillu og fann út að hann hafði rétt fyrir sér. Lá eftir það eins og ormur á þessum örfáu pillum mínum og er búin að leiðrétta svefninn aftur og á tvær pillur eftir. Svona til öryggis.
Fór til Rotterdam með Armour að setja erlendu starfsmennina inn í starfsmannakerfið. Það var ægilega gaman. Hittum Arnór í Leifsstöð og hann lóðsaði okkur frá Amsterdam til Rotterdam og síðan á veitingastaði. Sigga í Rotterdam lóðsaði okkur síðan um búðir. GAMAN. Mér finnst gaman að fara í búðir.
Desember
Þá er komið að skilatíma fyrir verkefnið í eigindlegum og það var ekki smá erfitt að byrja á því. Ég þóttist hafa um svo mikið að hugsa að ég bara hefði ekki tíma fyrir þetta. Kom því samt af mér á réttum tíma og hef sjaldan verið jafn fegin að skila nokkru. Nema auðvitað síðast þegar ég skilaði og þar á undan og.. ok.ok. you get þí picture. Nú eru bara 5 einingar eftir og svo auðvitað ritgerðin sjálf. ég er farin að sjá fyrir endann á þessu öllu.
Byrjuðum loksins í meðferð aftur. Og nú er það alvöru dæmi. Margar sprautur á dag. Fullur poki af lyfjum og allt sem því fylgir. Ægilega gaman.
Litið yfir árið
Svona í heildina séð og í tölum talið þá var árið 2003 bara nokkuð gott ár. Ýmislegt sem gerðist og líka ýmislegt sem gerðist ekki.
Janúar
Þá átti ég stórafmæli. Var búin að velta fyrir mér í lengri tíma hvernig ég ætti að halda upp á það og endaði með því að bjóða öllum í kaffi (eins og venjulega). Same old same old. Fékk ferð til London í ammilisgjöf frá hauknum og átti það að vera páskaferð. Hélt áfram í skólanum. Alveg vitlaust að gera í vinnunni því þennan mánuð fóru yfir 200 manns á námskeið og ég sem hafði reiknað með rólegum tíma eftir áramótin.
Febrúar
Rólegur mánuður.
Mars
Húsmæðraorlof sem eins og venjulega var mjög skemmtilegt. Held við séum búnar að fara í þetta orlof í hátt í 15 ár?? Getur það verið? Hittum Dr. Gumma sem sagði okkur að engin biðröð væri í meðferðir. “Bara að hringja og þá svarar einhver og segir góðan dagainn”. Maðurinn er soldið dularfullur og auðvitað kom það á daginn að þó það sé ekki biðlisti í víðasta skilningi orðsins þá eru bara teknir inn 3 á dag þrjá daga vikunnar. Og í minni kokkabók heitir það biðlisti.
Apríl
Fórum í ammilisferðina. 10 dagar í London. Algjört letilíf en löbbuðum samt svo mikið að á tímabili hélt ég að haukurinn værir að reyna að drepa mig. Svona með hægvirku aðferðinni. Hittum Sólrúnu og Sigþór á Leifsstöð og voru þau líka á leiðinni til London. Við ákváðum að borða saman. Það var úr hið ágætasta kvöld þó í ljós kæmi að við haukurinn höfðum ekkert í þau er kom að því að innbyrða matinn hratt og örugglega. Þau stóðu uppi sem öryggir sigurverarar. Hittum líka tengdaforeldrana og borðuðum með þeim líka. Veit ekki hvort það hefur nokkurn tíma komið fram en okkur þykir gaman að borða. Það sést að vísu ekki á hauknum en ég sýni greinileg merki þess.
Maí - júní
Skilaði verkefni í skólanum sem var nærri orðið mitt síðasta því ég lagði svo mikla vinnu í það. Var komið á mastersstig þegar ég loksins setti punktinn. Náðum loks í gegnum kerfið þar sem enginn biðlisti átti að vera og hófum sprautuferil eitt. Í byrjun júní kom í ljós að ekkert hafði gerst. Allir farnir í sumarfrí og mér sagt að fara í rauðuhunda sprautu. Það gekk ekki stórslysalaust því ljós kom að það lyf er í einhverjum flokki þar sem þarf að sækja sérstaklega um að fá sprautu og bla bla bla. Mér fannst þetta fyndið svona eftirá því allar 12 stelpur á landinu fá þessa sprautu og ég fékk hana á sínum tíma þó virknin væri búin. Ég hélt að þetta væri æfilöng ábyrgð, en svona er lífið. Hjúkunni sem sprautaði mig fannst þetta dularfullt að kona á mínum aldri væri að fara í svona sprautu. Mér fannst það líka.
Júlí
Árni og María eignuðust Andreu Marín.
Fór til Svíþjóðar að heimsækja nýbúana. Fór í foreldrafylgd og Einsa kalda fylgd. Tókum bílaleigubíl á Kastrup og keyrðum yfir, vopnuð korti úr Auto route sem sagði allt niður í mínútu hvað við ættum að keyra lengi áður en við tækjum næstu beygju. Alveg imbaprúft þangað til við föttuðum að af einhverri ástæðu vorum við ekki að keyra til Svíþjóðar heldur að hjarta Köben. Okkur tókst að leiðrétta þetta og finna réttan veg og þegar kom að Rödeby tók Einsi við sem gæd því við vorum nokkuð lost. Þetta reyndist hin besta ferð þrátt fyrir að það rigndi allan tímann og nýbúarnir reyndu að sannfæra okkur um að þetta væri ÓVENJULEGT. „Hér er alltaf sól allt sumarið, veit bara ekki hvað er að gerast núna”. Já, já mar hefur heyrt svona fyrr. Alltaf sól hvað.
Þegar ég kom heim aftur fórum við haukurinn í sumarbústað í Borgarfirði. Skoðuðum þar allt sem við gátum og það var rosalega fínt.
Ágúst
Hér var komið að því að byrja aftur að lifa normal lífi eftir sumarfrí og aðra vitleysu. Skipuleggja haustið með tilliti til vinnu, skóla og meðferða. Gekk vel að skipuleggja vinnuna og skólann. Meðferðir?? Hmmmmm
Haukurinn skipti um vinnu því fyrri vinnuveitandinn reyndist ekki hafa staðið sig varðandi greiðslur á opinberum gjöldum. Allt í vanskilum en hann “gleymdi sér”. Jamm sumir gleyma í marga, marga mánuði að borga svona hluti en muna samt alltaf eftir því að draga það af starfsmanninum. Haukurinn fékk samt aðra vinnu eins og skot og var ægilega happý að hafa skipt því þarna er miklu fleira fólk og flestir á hans aldri á hans starfsstöð.
September
Byrjaði í eigindlegum aðferðum í skólanum. Úff kennarinn hræddi alla í byrjun og þar á meðal mig. Reyndist svo ágætasta kona þegar til kom. Vinnur greinilega eftir þeirri aðferð að hræða alla nógu mikið í byrjun og þá haga menn sér vel það sem eftir er annarinnar. Sem stóð heima.
Áhrif rauðuhundasprutunnar enn að virka þannig að ekki mátti fara í meðferð.
Október
Engin meðferð og haukurinn brá sér til Danmerkur að heimsækja Andreu (og kannski Árna og Maríu líka). Hann fór líka á tónleika með MUSE og kom uppnuminn til baka því það var svo gaman. Andrea reyndist vera sætasta frænka ever og hann kom alsæll tilbaka.
Nóvember
Eitthvað var sálarlífið að gefa sig af því að hugsa bara um meðferðir. Brjálað að gera í vinnunni og viðtölin sem átti að taka fyrir eigindlegar aðferðir farin að taka sinn toll. Fór til heimilislæknis sem skammaði mig fyrir að vera ekki komin með annan lækni í Hafnarfirði en ég sagði honum eins og var að þar sem ég hefði síðast komið fyrir sjö árum til hans þá hefði ég ekki sett það efst á forgangslistann minn að skipta um lækni. Það hefði eiginlega ekki komið upp fyrr en núna og það er þremur árum eftir að ég flutti.
Læknirinn sagði mig þjást af svefnleysi og gaf mér örfáar svefnpillur í poka. Ég hló að honum í gegnum tárin og tautaði fyrir munni mér þegar ég kom út “að allir gætu nú orðið læknar nú til dags. Kunna bara ekki neitt. Svefnleysi hvað”. Tók samt eina svefnpillu og fann út að hann hafði rétt fyrir sér. Lá eftir það eins og ormur á þessum örfáu pillum mínum og er búin að leiðrétta svefninn aftur og á tvær pillur eftir. Svona til öryggis.
Fór til Rotterdam með Armour að setja erlendu starfsmennina inn í starfsmannakerfið. Það var ægilega gaman. Hittum Arnór í Leifsstöð og hann lóðsaði okkur frá Amsterdam til Rotterdam og síðan á veitingastaði. Sigga í Rotterdam lóðsaði okkur síðan um búðir. GAMAN. Mér finnst gaman að fara í búðir.
Desember
Þá er komið að skilatíma fyrir verkefnið í eigindlegum og það var ekki smá erfitt að byrja á því. Ég þóttist hafa um svo mikið að hugsa að ég bara hefði ekki tíma fyrir þetta. Kom því samt af mér á réttum tíma og hef sjaldan verið jafn fegin að skila nokkru. Nema auðvitað síðast þegar ég skilaði og þar á undan og.. ok.ok. you get þí picture. Nú eru bara 5 einingar eftir og svo auðvitað ritgerðin sjálf. ég er farin að sjá fyrir endann á þessu öllu.
Byrjuðum loksins í meðferð aftur. Og nú er það alvöru dæmi. Margar sprautur á dag. Fullur poki af lyfjum og allt sem því fylgir. Ægilega gaman.