Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

31 desember 2003

Síðasti dagur ársins
Í nótt vakti haukurinn mig með látum. Hann svaf með eyrnatappa og ég vaknaði þegar hann dró þá úr! Ég veit ekki af hverju hann þurfti tappa því ég heyrði engin læti. En þvílikur hávaði þegar svona tappar eru dregnir út haha.

Við erum að undirbúa gamlárskvöld því við ætlum að fá forledrana og molafjölskylduna í mat. Síðan ætlum við til foreldra hauksins þar sem haukurinn ætlar að skjóta upp gamla árinu og skjóta sig inn í það nýja.

Ef líf okkar væri bók þá væri þetta túlkað sem táknræn athöfn fyrir það sem við erum að gera núna. Ég sprauta mig inn í nýja árið og hann skýtur sér með flugeldum. Wow er ég ekki góð að túlka?

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger