Ég er búin að komast að því að foreldrar geta verið verri en verstu smábörn og hana nú!!!! Og ástæðan? Jú pabbi er búinn að vera með "flensu" í hálfan mánuð! Hann er "ekkert svo veikur" og "þetta hlýtur alveg að vera að koma"! En í morgun brást hin víðfræga þolinmæði okkar systranna (allt sem fer ofan í hann fer upp úr aftur, hvort sem það er matur eða vökvi) og við hringdum um allt stórReykjavíkursvæðið til að ná af læknum og fórum síðan upp á bráðamóttöku að ráði heimilislæknisins sem hafði auðvitað ekki tíma til að hitta hann (hvaða heimilislæknir hefur tíma til að hitta sjúklinga sína??). Þar var karli föður mínum kippt fram fyrir röðina því hjúkkunum leist ekkert á lýsingar okkar (sem samt voru í vægari kantinum af tilliti við alla nærstadda) og þegar við yfirgáfum spítalann var hann lagstur á bekk með ofuralmennilega hjúkku að mæla blóð og alls kyns rannsóknir! Og við Gunnsan brunuðum aftur í vinnuna því þær sögðu okkur ekkert hafa að gera þarna! En hann er alla vega hjá læknum núna, sem betur fer!
09 apríl 2003
script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr">
<< Til baka