Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

07 nóvember 2006

Í september skrifaði ég langlokufærslu um nágranna minn með pendúlinn. Nú hefur það gerst að ég hef frétt af því að hann er að heimsækja fólk um allan bæ (sveitina sem ég bý í) og sveifla yfir því pendúlnum sínum fræga. Hann hvetur fólk með alls konar kvilla til að taka lyfin sem hann er með, eða allt frá krabbameini til sinaskeiðarbólgu en hana fullyrðir hann að hann hafi læknað. Ó já fólk er misjafnt.. verð samt að viðurkenna að ég mundi ekki alveg henda frá mér öllum lyfjum og treysta honum ef ég væri t.d. með krabbamein... Ætli sé almenn hætta á að mar ruglist svona er mar eldist????

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger