Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

08 apríl 2006

Það er þreyta í Sléttahraunsfólkinu í dag! Nóttin var erfið fyrir ýmsa, eða frænkuna og Skakka. Held að Molinn hafi sofið MJÖG vel enda sparkaði hann Skakka úr rúmi og svaf hann í stofunni! Jamm við göngum úr rúmi fyrir gesti að gömlum íslenskum sið, en mikið agalega erum við þreytt hehe

Í dag var síðan tekin rúmlega tveggja tíma gönguferð og hluti hennar var í félagsskap fuglanna á læknum. Við vorum með brauð í poka og andardruslurnar trylltust auðvitað. Frænkan og Molinn hafa sömu hérahjörtun enda náskyld og það endaði með því að drengurinn stóð organdi upp á bekk og frænkan var að fá taugaáfall. Eftir það færðum við okkur upp á götuna og fleygðum brauðinu (í orðsins fyllstu merkingu fleygðum) í fuglaskammirnar þaðan. Mjög safe og alveg ágætt bara. Fengum að vísu augngotur frá fólki sem var þarna í sömu erindagjörðum enda hefur það eflaust haldið að við værum að deyja úr fuglaflensuhræðslu.. en sú hræðsla komst að vísu aldrei að...

Gönguferðin endaði síðan í Cakewalk þar sem frúin missti sig í fötum fyrir væntanlegan fjölskyldumeðlim meðan Molinn skemmti ómálga barni í búðinni með skrípalátum. Allri voru glaðir: Molinn stoltur, móðir barnsins ánægð yfir að fá frið til að skoða og frænkutetrið ægilega stolt af sínum dreng sem var svona góður við ókunnugt barn sem var að fá hiksta úr hlátri. Þetta olli því að allmörg dress bættust við í kistuna og nú er hún of lítil ó mæ GOD!!!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger