Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

28 mars 2006

Þá er mars að verða búinn. Ég er virkilega farin að hlakka til páskanna. Ég ætla að liggja í leti og ómennsku og ekki gera neitt af viti! Þá er það opinbert!!

Ég held að það sé endanlega komið á hreint að Kínaferðin verður ekki í sumar ;( það er því eins gott að fara að gera einhverjar áðstafanir varðandi gott sumarfrí þar sem ekkert verður hugsað neitt um Kína og kínverska menningu). Skakki sótti um einhverja sumarbústaði og ég er að hugsa um að fara að þrífa hjólið. Ég var svo heppin að um daginn áskotnaðist mér pínulítið rautt hjól fyrir Molann. Ég þarf bara að kaupa hjálpardekk og þá getum við farið að fara hjólatúra saman hehe hann verður nú ánægður með það! Mitt er hinsvegar ekki með hjálpardekkjum.

Ég lærði að hjóla á hjól frænda míns. Hann er fjórum árum eldri en ég og hjólið hans var með slá. Ég var fimm (eða 4 ég er ekki viss) og smáræfill að stærð þannig að þegar ég sat á strákahjólinu hans þá náði ég ekki niður. En frúin hefur alltaf verið klár að bjarga sér (og þverari en and*******) og því fór ég bara undir slánna og hjólaði rammskökk með slánna yfir öxlina! Mjög þægilegt og hlýtur að hafa verið erfitt en mér fannst þetta fínt. Skrítið hvað maður fer svo að hugsa allt öðruvíi er maður eldist. Ég gæti ekki hjólað svona í dag. Seinna fékk ég svo hjól og það var með hjálpardekkjum og við pabbi ákváðum að hafa þau á.. pabbi af því hann hélt ég kynni ekki að hjóla.. ég af því mér fannst það flott.. haha fegurðarskyn mitt hefur alltaf verið á skjön við fjöldann..

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger