Þá er fyrsta brúðkaupsafmælið að baki! Þetta er merkur áfangi fyrir pönkarann sem aldrei ætlaði að gifta sig haha Við héldum upp á þetta á klassískan hátt; fórum í eina góða fjallgöngu (Keili) og út að borða um kvöldið á Síam sem er tælenskur staður í hjarta Hafnarfjarðar (eða allavega nálægt einni ósæðinni). Enduðum svo kvöldið á fundi hjá baráttusamtökunum þar sem við vorum frædd um það að við værum stórkostlega heppin að hafa kynnst þeim hehe þetta er bara rétt eins og ég væri þarna að tjá mig.. bara henda sér í holuna og halda áfram að grafa...
Aníveis, tókum á niðurleiðinni þá ákvörðun að við þyrftum að gera þetta mjög reglulega (fjallgöngur) og fyrsta markið er að fyrir 1.sept verðum við hafa lokið uppgöngu á 10 fjöll. Málið er að ef við ætlum að komast á hæsta tind á Múrnum þá verðum að vera í flottu formi. Með okkur í ferðahóp verða m.a. tveir guttar og því má reikna með að það verði mikið keppikefli að komast sem lengst og það skal hér með viðurkennast að ég vil vera þar (lengst) með í hópi! Svo nú eru það fjöllin!
Aníveis, tókum á niðurleiðinni þá ákvörðun að við þyrftum að gera þetta mjög reglulega (fjallgöngur) og fyrsta markið er að fyrir 1.sept verðum við hafa lokið uppgöngu á 10 fjöll. Málið er að ef við ætlum að komast á hæsta tind á Múrnum þá verðum að vera í flottu formi. Með okkur í ferðahóp verða m.a. tveir guttar og því má reikna með að það verði mikið keppikefli að komast sem lengst og það skal hér með viðurkennast að ég vil vera þar (lengst) með í hópi! Svo nú eru það fjöllin!