Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

16 desember 2004

Í fjölmiðlum er búin að vera ákveðin umræða um greiðslu til kvenna sem væru tilbúnar að gefa egg. Ég veit ekki hvort fólk almennt gerir sér grein fyrir því hvað það er mikið áfall að fá þær fréttir að það séu engin egg til. Þegar við konur fæðumst þá erum við með mörgþúsund egg og þegar við förum á kynþroskaskeiðið þá skilum við einu til tveimur í mánuði. Hið besta mál auðvitað. Sumar konur hinsvegar eru ekki með nein egg. Þær virðast eðlilegar og fara á sínar blæðingar en eggbúin sem halda utan um eggin eru tóm þannig að ekki kemur neitt egg. Mjög skrítið og erfitt að segja af hverju slíkt stafar. Ég er búin að lenda í ýmsum skrítnum umræðum og sumar konur hafa sagt með hryllingi að þær mundu ALDREI geta hugsað sér að fá egg frá einhverjum öðrum. Þessar sömu konur hafa allar átt sín eigin börn. Hvernig getur einhver sem á barn eða börn sagt hvað hún mundi gera ef henni væri stillt upp við vegg og þetta væri eina lausnin? Hvernig getur landlæknisfíflið sagt að það sé siðferðislega rangt að greiða konu fyrir egg gjöf þegar það virðist vera eina lausnin til að nálgast þessi vandfundu egg? Er ekki alveg eins siðferðislega rangt að greiða 1200 þúsund fyrir barn frá Kína? Hver er andskotans munurinn á þessu tvennu? Er maður ekki alveg eins að kaupa sér barn þegar maður ættleiðir eins og þegar maður kaupir egg? Og af hverju er það siðferðislega rangt? Hvað með gefins hjarta? Afhverju er það rétt? Jújú ég geri mér grein fyrir því að ekki er hægt að kaupa það enda kannski ekki alveg sambærilegt þar sem hver maður á bara eitt hjarta en hver kona á mörg þúsund egg sem skolast niður eitt af öðru engum til gagns. Það er svo auðvelt að dæma þegar maður er ekki í aðstöðunni sjálfur.

Það eru ófá pör sem þurfa að fá gjafasæði og það er til á lager og Íslendingar hafa aðgang að sæðisbönkum erlendis frá. Egg eru hinsvegar ekki til á lager. Karl sem gefur sæði þarf ekki að hafa mikið fyrir því. Kona sem vill gefa egg þarf hins vegar að fara í sprautumeðferð og reglulega í kjallaraskoðun (sem yfirleitt er eitthvað sem flestar konur elska og dýrka) og síðan þegar allt er tilbúið þarf hún að fara í eggheimtu sem er smá aðgerð. Af hverju má ekki greiða konu einhverja upphæð sem er tilbúin að leggja þetta á sig fyrir fólk sem hún þekkir ekki neitt? Þessi kona missir jafnvel eitthvað úr vinnu ef eggheimtan er erfið. Þröngsýnt pakk og hana nú.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger