Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

19 desember 2003

Þá er Andrea Marín Árna- og Maríudóttir búin að fá sín nöfn staðfest. Hún var ægilega sæt og heyrðist ekki í henni meðan á athöfninni stóð. Hún var í blúnduskírnarkjól alveg rosalega fín og á eftir hjálpaði hún til við að taka utan af pökkunum sem hún fékk. Nokkuð skondið.

Nostalgía
Annars er ég í nostalgíukasti við að rifja upp gamla tíma. Sandra er nefnilega að fara í eitthvað heljarins partý og þar á að vera pönkþema í gangi. Þær mæðgur hringdu því í mig til að athuga hvort ég ætti enn einhverjar leifar frá þessum tíma. Ég sit með tárin í augunum og skoða gamla dótið mitt ohhhhhhhhh ég vildi að ég kæmist í eitthvað af þessu.... Ég á nefnilega enn þá alveg slatta sem ég tími ekki að henda. Kannski ekki mikið af fötum en því meira af skóm og fylgihlutum.

Allskonar hanskar og belti og armbönd. Þetta er svoooooo flott. Skil ekki af hverju þetta datt upp fyrir og fólk (þar á meðal ég) hætti að vera pönkarar. Skór með svo mjóum tám að ég varð að kaupa númeri of stóra til að geta gengið í þeim. Ásdís kynnti mig fyrir svona skóm og í síldinni á Hornafirði kom upp úr henni fræg setning þegar hún var spurð af því á einhverju ballinu af hverju hún væri í svona skóm. Hún leit illilega á viðkomandi og sagði: "Það er mjög gagnlegt. Þegar leiðinlegir karmenn bögga mig get ég sparkað í rassgatið á þeim og við það fer skíturinn upp í heila". Viðkomandi karlmaður lét hana alveg í friði eftir það haha Þetta var skemmtilegt tímabil

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger