Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

02 nóvember 2003

Ég fékk hláturskast í rúminu áðan. Reynda bæla það niður en það var alveg ómögulegt. Haukurinn vaknaði upp með andfælum og var svona á svipinn eins og eitthvað stórvægilegt hefði komið fyrir. Hann hélt ég væri að gráta en ekki hlæja. Á endanum gafst ég upp við að útskýra mál mitt og fór fram til að hlæja þar í friði.

Og hvað er svona fyndið fyrir 8 á sunnudagsmorgni? Jú molinn er hjá okkur og vaknaði og rak upp eitthvað aumkunarvein klukkan 5.30 og teygði hendurnar svo biðjandi til mín að gamla frænkuhjartað gaf sig og ég kippti honum upp í. Dró svo rúmi hans alveg að okkar svo hann félli ekki fram úr. Þetta gekk vel, nema einu sinni rak hann upp eitthvað reiðiöskur og þegar ég tékkaði hvað gengi á þá lafði önnur löppin og önnur hendin á milli rúmanna tveggja og hann var fastur. Það var hinsvegar ekki nóg til að ég fengi hláturskast.

Nei það kom nokkru seinna þegar hann var búinn að sparka í mig svona 50 sinnum, og nota mig sem stuðpúða til að spyrna í þess á milli. Á endanum spyrnti hann svo fast að hann hvarf mér sjónum hehehe Hann seig á milli rúmanna og þetta gerðist svo hægt að ég náði að kippa honum upp aftur áður en hann náði gólfinu. Og það fynda var að krakkaskömmin rumskaði ekki einu sinni. Honum líður greinlega ekki illa hehe

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger